Pistlar
Það býr kraftur innra með þér

Af hverju ættir þú að koma í Markþjálfun?Af því markþjálfi virkar eins og aðrir þjálfar s.s einkaþjálfi, þroskaþjálfi, handboltaþjálfi osvfr…. Ég er þroskaþjálfi og markþjálfi sem gerir það að verkum að ég bý yfir vitneskju sem nýtist fólki óháð því hvort einhverjar raskanir eða fatlanir eru með í ferð Sem þroskaþjálfi hef ég víðtæka þekkingu á fötlunum og röskunum t.d einhverduróf, þroskahömlun, ADHD og svo framvegis. En kjarni þroskaþjálfans er þroskasálfræði og því hef ég þekkingu á þroskasálfræði s.s hvernig þroski er og vex, frávik frá þroska og allt sem snýr að þroska. Þroski á sér stað frá vöggu til grafar,...
Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór

Wow…. Ekkert smá stór yfirlýsing þessi fyrirsögn!Staðreyndin er sú að það er allt í lagi að setja sér risa-markmið eða dreyma risa-drauma. Þetta er allt spurningin um að komast þangað! Oftast er það óttinn sem hindrar manneskjuna í að framkvæma út fyrir þægindahringinn, eðlilega því það sem er fyrir utan hringin er óþekkt stærð og innan hringsins er þetta örugga svæði þar sem þú veist hvernig allt er.Innan hringsins gerist ósköp fátt, meira svona lífið heldur áfram og einstaka flugeldasýning á sér stað þegar tekin er ákvörðun um að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það hentar sumum og er...
- : Gildi, gróskuhugarfar, hreyfing, hugur, markþjálfun, styrkur, vöxtur
Kvíðinn minn er minni

Herborg kom á námskeiðið nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar í september 2020 og þetta hafði hún að segja; Algjörlega stórkostlegt námskeið, ég lýk því á dásamlegan hátt.Mér líður betur og ég hef betri stjórn á sjálfri mér í aðstæðum sem ég lét sveifla mér mikið!Ég þekki sjálfa mig betur og bæði hlusta og hugsa betur um mig.Ég fékk ” leyfi” til að setja mig í fyrsta sæti í mínu lífi og hef svo sannarlega nýtt mér það og er fyrir vikið mun afslappaðri og ánægðari.Líkamleg heilsa hefur einnig styrkst og það algerlega án áreynslu. Það gerðist bara sjálfkrafa með...
Klísnísk dáleiðsla

Hugræn endurforritun er dáleiðslumeðferð sem mikið er talað um opinberlega núna. Hugræn endurforritun er samsett meðferð þar sem nýttar eru saman fjórar meðferðategundir sem klínískir dáleiðarara læra. Allar dáleiðslumeðferðir sem ég hef lært sem klínískur dáleiðari og gefa þær allar góða virkni en rétt eins og með alla meðferðavinnu er þetta samspil meðferðaraðila og meðferðaþega. Ekki nein töfrabrögð eða kraftaverkaolía Sem klínískur dáleiðari hef ég notið þeirra forréttinda að hjálpa fólki við að draga úr erfiðum einkennum, bæði andleg og líkamleg einkenni en ég er ekki læknir og get því ekki lofað lækningu, enda segir í siðareglum klínískra dáleiðara að...
Úr andlegu og líkamlegu gjaldþroti

Rétt eins og allar manneskjur hefur lífið gefið mér allskyns miserfið verkefni til að takast á við. Áföll og streita hafa áhrif á líkamsstarfsemina og lífsgæði almennt. Eftir mikla áfallahrinu 2014 var ég komin í andlegt og líkamlegt gjaldþrot, ég leitaði mér hjálpar og hóf mína eigin uppbyggingu. Markmiðið var að ná heilbrigði, það var það eina sem raunverulega skipti mig máli að öðlast heilbrigði. Þarna var ég verkjuð allan sólahringin, óheyrilega þreytt, algerlega þróttlaus og óhemju döpur. Það er nákvæmlega það sem gerist eftir langvarandi streituástand og svo þegar kemur áfallahrina ofan á streituna lætur líkaminn undan. Líkaminn er...