Pistlar

Máttur hugans er gríðalegur

Máttur hugans er gríðalegur

Hugleiðsla hefur margsannað sig og verið rannsökuð fram og til baka. Sjálf gerði ég ritgerð á meistarastigi í HÍ um núvitundarhugleiðslu sem hluta af meðferðaformi og sú rannsóknarvinna sem ég lagðist í þá sýndi mér fram á gagnsemi þess að hugleiða og hversu máttugur hugurinn er. Ýmsar leiðir eru til þess að ástunda hugleiðslu og mín einlæga trú er sú að allir geta hugleitt, hver og einn þarf að finna sína leið. Sjálf er ég menntuð sem jóga nidra kennari og hef tekið 3 full 8 vikna núvitundarnámskeið og hef upplifað mátt hugleiðslunnar á eigin huga. Í rannsóknarritgerð minni skoðaði...

Gróskuhugarfar eða skortshugsun

Gróskuhugarfar eða skortshugsun

Gróskuhugsun/ Skortshugsun….. Við markþjálfar tölum oft um grósku eða skortshugsun. Gróskuhugarfar: Gróskuhugsun felur í sér að sjá möguleikana og virkilega efla aðra til þess að ná sínum árangri,. Í gróskuhugsun er ekki ótti við að aðrir dafni eða hafi af þér eitthvað, þvert á móti vill manneskja sem hefur tamið sér gróskuhugsun sjá allt og alla blómstra og er óhrædd við samkeppni því hún lítur svo á að nóg sé handa öllum  Góður leiðtogi býr yfir gróskuhugsun og því fær hann fólk með sér. Að búa yfir gróskuhugsun heldur möguleikavíddinni opinni og það er einmitt þar sem vöxtur og magnaðir...

Gildi eða slæm hegðun

Gildi eða slæm hegðun

Gildi segja til um hver þú ert og hvað þú vilt standa fyrir oft er fólk ekki meðvitað um gildi sín og stundum veit fólk ekki hvaða gildi það vill tileinka sér. Já maður getur tileinkað sér góð gildi eða slæma hegðun. Hlutverk: Með því að skoða sig út frá þeim hlutverkum sem þú gegnir í lífinu er gott að skoða hvaða gildi vill ég hafa að leiðarljósi? Til dæmis hlutverkið móðir. Hvaða gildi hefur þú að leiðarljósi í uppeldi barna þinna? Eru það gildi sem þú vilt innræta hjá þeim með þá von í brjósti að þeim vegni vel...

Hlutverk aðstandenda

Hlutverk aðstandenda

Að vera á hliðarlínunni þegar ástvinur kvelst vegna sjúkdóms eða vímuefnavanda er erfitt og flókið hlutverk. Algerlega vanmáttugur getur ekki gert neitt til þess að draga úr vanlíðan eða veita hvíld. Standa á hliðarlínunni og vera til staðar á uppbyggilegan og hvetjandi hátt. Sýna skilning og samúð, viðurkenna að sársaukin er raunverulegur og hann ber að virða og samþykkja þó sár sé. Finna léttirinn koma yfir þegar mesti broddurinn af sársaukanum hverfur hjá viðkomandi. Halda utan um aðilan þegar áfallið skellur á og tilfinningarnar gefa eftir í sársaukafullan grát. Grátið með og samþykkt sársaukan á sama tíma og hugreystingarorðin renna...

Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri

Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri

Suma daga vaknar maður bara illa upp lagður og jafnvel með höfuðverk eða dagurinn byrjar á neikvæðri athugasemd frá yfirmann eða einhverjum öðrum. Með öðrum orðum dagurinn byrjar þannig að það virðist sem allt sé á móti þér en ekki með þér í dag. Allir upplifa svona leiðindadaga en til eru ýmis ráð til þess að snúa deginum og flest allir eiga í fórum sínum verkfæri sem nýtast Kíkjum aðeins í verkfæraboxið og sjáum hvað við getum gert til þess að eignast innistæðu í andlega bankanum svo við eigum auðveldara með að takast á við erfiðu dagana! Hér koma nokkur...