Kakókyrrðarstundir 2022

Við hjá Fagvitund ætlum að halda kakó-kyrrðarstund núna 1.maí kl 11:00-12:30
Þar verður drukkið 100% hreint kakó frá Guatemala, notaðar gæða ilmkjarnaolíur, settur ásetningur fyrir sumarið, tónheilun og leiðandi djúpslökun.
Þetta er kærleiksrík stund þar sem aðal markmiðið er að fólki líði vel, upplifi töfra kakósins, ilmkjarnaolíanna og endurnærist í djúpslökun og tónheilun.
Verð er 4500 kr (allt er innifalið, þú þarft ekki að koma með neitt)
Það eru takmörkuð pláss í boði
Þið skráið ykkur með því að senda á fagvitund@fagvitund.is eða í síma 862-1420
Dalileo kakóið frá Gvatemala (ceremonial grade cacao) er lífræn ofurfæða sem hefur eitt mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu. Kakóið inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus, athygli. Kakóið er blóðflæðisaukandi, eykur orku, úthald, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu serótónín, lækkar streituhormónið kortisól og örvar vellíðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Að auki inniheldur það króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt.
Tónheilun er með gong, kristalskálum og Tíbetskálum. Tónheilun dregur úr skapsveiflum, minnkar streitu og losar um stíflur í orkustöðvunum þínum og hjálpar þér að ná betri svefn ofl.
Við höfum mikið úrval og notum aðeins gæða ilmkjarnaolíur!
Djúpslökunin er leidd hugleiðsla sem fer með þig í öflugt ferðalag, hún er byggð á aðferðum Jóga-Nidra og klínískrar dáleiðslu. Kostir djúpslökunar eru margvíslegir t.d. að minnka streitu og auka gleði, bæta svefn og endurnæra þig líkamlega og andlega.
Kristín Snorradóttir leiðir stundina.