Heilsu og vellíðunarmarkþjálfun
Heilsu og vellíðunarmarkþjálfun er sérhæfing innan markþjálfunnarfræða, þar sem horft er heildrænt á heilsu. Andleg og líkamleg heilsa eru samtvinnuð og til þessað ná fram heilbrigði er unnið með bæði andlegar og líkamlegar áskoranir.
Markþjálfi aðstoðar markþega við að finna innri hvata til þess að efla heilsusamlegt líferni og auka þar með lífsgæði og heilsu.
Engir öfgar, hver einstaklingur er sérstakur og því er mikilvægt að mæta sér með mildi á þeim stað sem maður er staddur og vinna sig þaðan að heilbrigðum lífstíl eða til að bæta lífstíl.