Um Fagvitund

Þjónusta Fagvitundar.

Við hjá Fagvitund bjóðum upp á sérsniðnar lausnir á andlegri og líkamlegri heilsu fólks, hér er aðalmarkmið okkar að auka lífsgæði fólks, við búum yfir langri reynslu af því að veita ráðgjöf og að bjóða upp á ýmsar meðferðir og námskeið. Það má svo með sanni sega að við ættum að hafa eitthvað sem hentar öllum því að starfsemi okkar er afar víðtæk í heilsumálum.

Það má sega að Vestræn og Austræn fræði mætist hér og það besta er tekið úr báðum heimum, til þess að bæta lífgæði manneskjunar.

Við bjóðum upp á ýmsa þjónustu:

Viðtalsráðgjöf: Ráðgjöf – Fagvitund

Aðstandenda/Foreldraráðgjöf: Aðstandendaráðgjöf – Fagvitund

Hugræn atferlismeðferð: Hugræn Atferlismeðferð – Fagvitund

Jóga:

Jóga þerapía: Jóga Þerapía – Fagvitund

Jóga nidra: Jóga nidra – Fagvitund

Klínísk dáleiðsla: Klínísk Dáleiðsla – Fagvitund

Markþjálfun: Markþjálfun – Fagvitund

 

Hverjum gagnast þjónusta okkar?

Þjónusta okkar gagnast í sjálfu sér hverjum þeim sem langar að líða betur og eignast betra líf hvort sem þú ert að eiga við streitu, kvíða eða aðra vanlíðan, átt við fíknivanda að stríða eða átt ástvin sem glímir við fíkn eða aðra sjúkdóma, hefur áhuga á sjálfsvinnu eða jafnvel upplifir þig í krísu, eins og er svo eðlilegt fyrir okkur manneskjurnar að upplifa annað slagið.

Við bjóðum einnig upp á handleiðslu fyrir fagfólk, stjórnendur eða aðra starfsmenn fyrirtækja.

Okkur hefur gengið ákaflega vel að aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir kulnun í starfi og hafa þurft aðstoð við að kveikja neistan í lífi sínu aftur.

Við höfum unnið mikið með fólki sem glímir við hin ýmsu veikindi eins og t.d. fólk með vefjagigt og aðra verkjasjúkdóma, fólk sem er að glíma við krabbamein og aðra langveika og erfiða sjúkdóma, það er ótrúlega mikið sem hægt er að gera til þess að auka lífsgæði þeirra, bæði andlega og líkamlega.

Við höfum hjálpað fólki mikið að styrkja sjálfsmynd sína þannig að þau vaxi og dafni og öðlist meira sjálfsöryggi og sjálfsánægu, við höfum sérhæft okkur í margskonar markþjálfun og við hjálpum fólki að ná þeim markmiðum sem það vill ná í lífinu, þú getur látið drauma þína rætast.