Leiðtoga-þjálfun

Það er jafn mikilvægt fyrir leiðtoga að hafa markþjálfa og fyrir íþróttamann að hafa þjálfara. Starf markþjálfans gengur út á að kalla fram það besta í sínum markþega.

Leiðtogaþjálfun er mjög áhrifarík og framsækin þjálfunaraðferð, með áherslu á sérþarfir einstaklingsins eða hópsins. Leiðtogaþjálfun eykur afköst, vöxt og þroska þess sem fær þjálfun. Árangurinn kemur fram í aukinni  sjálfsvitund, innsæi og þekkingu sem gerir leiðtogan færari í samskiptum.

Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa aðilar að þekkja sjálfa sig, styrkleika og veikleika, til að geta brugðist rétt við,tekið ákvarðanir og til framkvæmda.

Með betri sjálfsþekkingu fæst sterkara sjálf og meiri geta til þess að leiða áfram hóp til starfs eða náms. 

Hlutverk markþjálfans er að aðstoða leiðtogan við að sjá styrkleika sína og annara sem og gera leiðtogan öruggari í eigin hlutverki.

 

Af hverju leiðtogamarkþjálfun?

  • Þú vilt bæta árangur þinn 
  • þú vilt yfirstíga hindranir í starfi
  • þig vantar aðstoð við að takast á við breytingaferli
  • þig vantar betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • þú vilt skoða hlutina frá öðru sjónarhorni
  • þú vilt skerpa á markmiðum og forgangsröðun
  • þú vilt prófa nýjar hugmyndir á hlutlausum aðila
  • þig vantar heiðarlega endurgjöf á viðhorf og skoðanir
  • þú vilt fá skýrari sýn á framtíðina

Leiðtogar finnast víða t.d innan fyrirtækja, í íþróttaheiminum, fjölskyldunni, leiðtogi er hver sá sem leiðir áfram hóp til vaxtar á einhverju sviði.