Aðstandendaráðgjöf

Um langt skeið hef Kristín Snorradóttir starfað við ráðgjöf varðandi fíkn og aðstandendur. Sérhæfing hennar hefur legið í því að efla foreldra og aðra aðstandendur sem og að veita eftirfylgni út í lífið að vímuefnameðferð lokinni.

Það að vera foreldri og eiga barn í vanda er einstaklega erfitt og krefjandi verkefni, hvort sem vandi barnsins er vegna veikinda, hegðunnar eða vímuefnaneyslu og mikilvægt er að foreldrar sinni sjálfum sér svo að þeir brenni ekki út í því stóra verkefni sem þeir eru að takast á við.

Einnig er mikilvægt að aðrir aðstandendur fái þá aðstoð sem þörf er á.

Hætta er á að fólk þrói með sér meðvirkni og óheilbrigð samskiptaform þegar mikill þegar vandi steðjar að hjá okkar nánustu.

Meðvirkni er mjög skaðleg öllum sem eiga hlut að máli.

Meðvirkni birtist gjarnan þar sem verið er að takast á við erfið verkefni eins og veikindi, hegðunarvanda, námsörðuleika, fatlanir og svfr.

 

 Tímabókanir