Nýtt upphaf - Frá streitu til kyrrðar

4 vikna námskeið byggt á hugmyndafræði heilsu og vellíðunnarkþjálfunnar, jákvæðri sálfræði, hugrænni atferlismeðferð, djúpslökunnar (Jóga nidra) og núvitund. Auk þess sem þáttakendur fá að kynnast hreinu kakói, kjarnaolíum og hljóðheilun með gong og kristalsskálum. Þátttakendur munu einnig iðka og læra að iðka sjálfir djúpaslökun í sjálfseflandi hópavinnu.

Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum kl 17.30 til 19.30 þar eru kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar. Það verður einnig fræðsla um 5 grunnþætti sem hver manneskja þarf að huga að til að skapa jafnvægi í lífi sínu og styrkja sig til vellíðunar. Þátttakendur munu fá öll námsgögn og gert er ráð fyrir heimaæfingum til þess að ná betri tökum á djúpslökun og sjálfseflingu. Unnið er í litlum hópum en með því næst meira traust og dýpri vinna. Um er að ræða 16 klst námskeið þar sem lögð er áhersla á valdeflandi hugmyndafræði og þar sem markmiðið er sterkari einstaklingur með betri lífsgæði.

Við ætlum að njóta í fallegu rými og hleypa kærleikanum út sem og inn. Námskeiðið hefur nýst vel þeim sem stefna í kulnun og má því í raun segja að um forvörn sé að ræða. Einnig nýtist námskeiðið vel þeim sem eru að eiga við mikla streitu, kvíða, ADHD, brotna sjálfsmynd, almenna vanlíðan ofl.

Fólk sem glímir við vefjagigt og aðra verkji hefur getað nýtt sér námskeiðið til þess að bæta lífsgæði sín.

Næsta námskeið verður haldið:

5-28 september á mánudögum og miðvikudögum frá 18:00-20:00

Skráning fer fram á: fagvitund@fagvitund.is - Verð 62.000 kr og flest stéttafélög styrkja sína félagsmenn um allt að 90%

UMSÖGN: Þetta námskeið hefur gefið mér rosalega mikið. Ég er komin með verkfæri núna sem ég get nýtt mér heima til þess að slaka á þegar ég finn fyrir kvíðanum. Kristín er mikill fagmaður og manni hlakkar alltaf til þess að mæta í tímana.Ég kem miklu sterkari en á sama tíma rólegri frá námskeiðinu