Jóga nidra

Finndu kjarnann þinn – Dýpsta slökun sem fæst

Jóga nidra er svefn Jóganna og er dýpsta form slökunar sem maðurinn kemst í Alpha, theta og Delta ástand  sem á sér stað þegar líkaminn sefur en hugurinn vakir.  
Í Jóga nidra ástandi kemstu að kjarnanum þínum og finnur sannarlega hver þú ert og hvert þú vilt fara. Mjög áhrifarík leið til að draga úr streitu og kvíða. 

Kennararéttindi frá  Amrit Institution í I AM YOGA NIDRA og Advance hjá Kamini Desai en það er mjög öflug leið til að vinna dýpra með sjálfan sig og virkja lífsorkuna.

Það má nefna það til fróðleiks að klukkustund af jóga nidra samsvarar 4 stunda góðum nætursvefni, einnig lækkar jóga nidra kortisol streituhormón líkamans og bætir svefn.