ADHD-þjálfun

Hvað er ADHD markþjálfi?

ADHD markþjálfi er einskonar „lífsþjálfi“ með sérþekkingu á ADHD og hefur því faglegan grunn til þess að hjálpa fullorðnum og ungmennum með athyglisbrest og ofvirkni til þess að ná betri tökum á ADHD, auka lífsgæði sín sem og verða besta útgáfan af sér.

Sem dæmi má nefna að skipulag, frestunarárátta, foreldrahlutverk eða að vera í námi getur reynt á einstaklinga með ADHD og þar kemur markþjálfi með faglega þekkingu á ADHD sterkur inn til þess að aðstoða við þær breytingar sem þurfa að eiga sér stað.

Ávallt er um samvinnu að ræða milli markþjálfa og markþega.

Í lokaritgerð minni til B.A prófs skoðaði ég sjálfsmynd og uppbyggingu hennar fyrir einstaklinga með ADHD en sterk sjálfsmynd er sterkasta vopn hverrar manneskju.

Einnig skoðaði ég tengingu milli þess að vera með ADHD og leiðast út í áhættuhegðun, þar með talið fíkniefnaneyslu og hvernig mætti leiðbeina öðrum starfstéttum varðandi nálgun við þennan hóp.

Þá hef ég bæði unnið með ungmennum og fullorðnum einstaklingum með ADHD sem hafa leiðst út í áhættuhegðun.

Bæði í forvarnarskyni og að aðstoða þá aftur út í lífið eftir t.d meðferð.

Einnig hef ég handleitt starfsfólk sem kemur að vinnu með ungmennum sem eru með ADHD.

Það að vera með ADHD er leyndur fjársjóður þar sem einstaklingar með röskunina eru oftar en ekki mjög skapandi og geta gert stórkostlega hluti en skortir oft markþjálfa til þess að styðja þá til góðra verka.

Af hverju ADHD markþjálfi?

Góður markþjálfi getur leitt þig í áttina að þínum markmiðum og hjálpað þér að tileinka þér þær breytingar sem henta hverju sinni.

Viltu öðlast betri:

  • Skipulag- og tímastjórnun
  • Sterka sjálfsmynd
  • Samskiptahæfni í samböndum
  • Tilfinningagreind
  • Námstækni
  • Framkvæmdarsemi
  • Bestu útgáfuna af þér

Ef þú vilt kynnast þínum innsta kjarna og virkja hann, Hafðu þá samband. 

Taktu skrefið og hámarkaðu árangurinn þinn!