Legó námskeið

Legó-námskeiðin okkar hefjast núna í júní, það verða pláss fyrir 8 krakka á hverju námskeiði. Námskeiðin eru aldursskipt, annarsvegar fyrir 1-3 bekk og svo fyrir 4-7 bekk. Við höfum mjög mikið magn af legókubbum, þannig hver og einn mun geta notið sín. Það fá allir sitt eigið box til að geyma sínar byggingar. Á þessu námskeiði munum við fara í allskonar byggingar keppnir t.d. að smíða bíla, hús eða aðrar byggingar, en það verður einnig leyfilegt að byggja frjálst fyrir þá sem það vilja, á þessu námskeiði munum við vinna mikið með jákvæða hugsun, hrós og að finna lausn vandamála.

Fyrstu tvö námskeiðin eru 4 dagar í senn, en það verða fleirri legó-námskeið í sumar sem verða í 5 daga í senn en þau verða í aðeins styttri tíma yfir daginn. (öll námskeiðin eru í kringum 12,5 klukkustundir)

  • 13-16 júní verður fyrir 1-3 bekk (15:00-18:10)
  • 20-23 júní verður fyrir 4-7 bekk (15:00-18:10)

Markmið þessa námskeiðs er:

  • Að efla hugmyndarflug og ímyndunarafl barna
  • Að hjálpa þeim að gera hugmyndir sínar að veruleika
  • Að efla sjálfstraust og jákvæðni
  • Að vinna í lausn vandamála (sem koma upp í byggingunum þeirra)
  • Að efla trú þeirra á að þau geti gert flotta hluti
  • Að auka félagsfærni og að geta unnið í hóp
  • Að efla heilbrigt keppniskap
  • Að kenna þeim að viðhalda verkefni í nokkra daga í senn
  • Að krökkunum líði vel og að þau sinni því sem þeim finnst skemmtilegt

Bókanir fara fram á ragnar@fagvitund.is og í síma 771-1733, leiðbeinandi er Ragnar Már og yfirumsjón hefur Kristín Snorradóttir.

Verð á þessu námskeiði er 15.000 kr, það er hægt að fá 10% systkina afslátt.

 Aðrar dagsetningar:

  • 27-1 júlí verður fyrir 1-3 bekk (15:00-17:30)
  • 11-15 júlí verður fyrir 4-7 bekk (15:00-17:30)
  • 25-29 júlí verður fyrir 1-3 bekk (15:00-17:30)
  • 8-12 ágúst verður fyrir 4-7 bekk (15:00-17:30)
  • 22-26 ágúst verður fyrir 1-3 bekk (15:00-17:30)

ATH. Að hægt verður að panta pláss á biðlista þegar það fyllist á námskeiðin (oft dettur einhver út vegna veikinda eða vegna ferðalaga)

Ekki er leyfilegt að taka kubba með sér heim og ekki er leyfilegt að taka sína eigin kubba með á námskeiðið.

Við höfum mikið magn af legói, bæði nýju og gömlu, en ef að einhver vill gefa okkur legó til styrktar námskeiðsins þá þiggjum við það með þökkum (Allt legó er þrifið mjög vel áður en það fer í notkun)