Kristín Snorradóttir

Menntun:

Ég er í grunninn þroskaþjálfi en hef menntað mig í klínískri meðferðardáleiðslu, ég er jóga kennari, hef lært jóga nidra, jóga þerapíu, hugrænna atferlismeðferð og markþjálfun auk styttri námskeiða sem snúa að áföllum og vímuefnatengdum málum.

Ég lærði grunninn í jóga nidra hjá Matsyendra Saraswati og er núna með Amrit kennararéttindi í I AM YOGA NIDRA og Advance.

Einnig hef ég lokið Jóga þerapíu námi hjá Kamini Desai sem kennir fyrir Amrit institution.

Ég er lærður Hatha jóga kennari (200 tímar) hjá Auði Bjarnadóttur.

Hugræna atferlismeðferð lærði ég ásamt geðlæknum, sálfræðingum og öðrum stéttum í endurmenntun Háskóla Íslands en það var síðasta árið sem aðrar stéttir höfðu aðgang að þessu námi og fengu prófskirteini er frá endurmenntun/Oxford. Námið  telst til 30 eininga á masterstigi. 

Auk þess hefur ég lokið 30 eininga námi á mastersstigi á sviði uppeldis og menntunarvísinda. 

Markþjálfun lærði ég hjá Profectus bæði grunn og framhaldsnámi og er ACC vottaður markþjálfi sem og meðlimur í icf fagfélagi markþjálfa. Ég er einnig að sérhæfa mig í heilsu og vellíðunarmarkþjálfun hjá WellCoaches.

  • Háskóli Íslands
    B.A. próf í Þroskaþjálfafræðum.Lokaverkefni: : Sterk saman, sjálfstyrking barna og unglinga með ADHD og hlutverk þroskaþjálfa. Í ritgerðinni skoða ég tengsl milli þess að vera með ADHD og áhættuhegðunar og hvert hlutverk þroskaþjálfa er í samstarfi við aðrar fagstéttir þegar kemur að fólki með frávik.
  • Hugræn atferlismeðferð 1 árs nám.Á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands nám á meistarastigi.
  • Grunn og framhaldsnám í klínískri meðferðadáleiðslu.
  • Jóga nidra kennaranám hjá Matsyendra Saraswati.
  • I am yoga nidra hjá Kamini Desai Amrit institution.
  • I am yoga nidra Advance Hjá kamini Desai Amrit institution.
  • Yoga therapy réttindi. (Amrit institution)
  • Hatha jóga kennaranám hjá Auði Bjarnadóttir.
  • Markþjálfun Profectus.
  • Félagsliði af félagsliðabraut.
  • Skrifstofutæknir.

 

    Ferill:

    Ég hef starfað sem meðferðaraðili til fjölda ára bæði með unglinga og fullorðna, starfaði hjá Vímulausri æsku, foreldrahús með foreldrum sem áttu börn í vanda sem og ungmennum sem lokið höfðu vímuefnameðferð og þurftu stuðning út í lífið. 

    Einnig var ég annar eigandi og meðferðaraðili í Fjölskylduhúsi þar sem fókusinn var á aðstandendum sem voru á hliðarlínunni vegna einhverskonar veikinda eða vanda hjá ástvinum. Unnið mikið með meðvirkni sem og áföll sem fylgja því að vera aðstandandi.

    Auk þess er ég stundakennari á Þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands og hef verið að handleiða Þroskaþjálfa og þroskaþjálfanema.

    Ég á og rek fyrirtækið Fagvitund EHF.

     

    Ástríða:

    Ég hef ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að bæta lífsgæði sín á öllum sviðum.

    Víðtæk menntun mín og reynsla gerir það að verkum að ég á afskaplega auðvelt með að ná til ólíkra hópa í samfélaginu.

    Ég hef lagt mikið úr því að draga úr streitu með aðferðum jóga nidra og dáleiðslu og hugrænnar atferlismeðferðar.

    Ég þróaði streitumeðferð úr ofangreindum aðferðum sem hefur sýnt mælanlegan árangur, árangursmælingar sýna að meðferðinn dregur úr einkennum kvíða, þunglyndis og streitu.

    Sjálfsmyndin er mér hugleikin og öll mín vinna miðar að því að efla einstaklingin, hvort sem einhverjar raskanir eru til staðar eða ekki.

    Sem markþjálfi er það mín ástríða að sjá þig vaxa og ná hámarksárangri.‘’Engin getur allt en allir geta eitthvað’’

    Ég bíð upp á markþjálfun fyrir alla en hef sérþekkingu á ADHD þar sem B.A. próf mitt fjallaði um sjálfsmynd og nálgun við þá einstaklinga.

    Ég hef mikla reynslu af því að styrkja sjálfsmynd fólks á öllum aldri og styðja einstaklinga sem þurfa til þess að stíga út í lífið að loknum veikindum eða öðrum ástæðum. Ég hef haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Farið í grunnskóla og tekið ákv árganga eða hópa í sjálfeflingu.

    Ég hef aflað mér víðtækri þekkingu á mannlegri hegðun og vanda og vinn á mjög lausnarmiðaðan hátt.

    Ég á í góðu samstarfi við félagsþjónustur og barnavernd en jafnframt er ég þjónustuaðili fyrir Virk endurhæfingu og handleiði stjórnendur fyrir Reykjavíkurborg.

    Jafnframt er ég með fræðsluerindi og námskeið fyrir hópa, vinnustaði og þjónusta landsbyggðina.