Einhverfurófs-þjálfun
Einhverfuróf:
Viðvarandi frávik í félagslegu samspili og tjáskiptum við mismunandi aðstæður sem ekki er hægt að skýra með almennri þroskaseinkun og kemur fram á þrenns konar hátt:
- Frávik í félagstilfinningalegri gagnkvæmni
- Frávik í óyrtri hegðun í félagslegu samspili
- Frávik í að mynda og viðhalda tengslum við aðra (umfram þá sem annast viðkomandi)
Afmörkuð, endurtekin hegðunarmynstur, áhuga-eða viðfangsefni, sem birtast að minnsta kosti tvennan hátt:
- Steglt eða endurtekið tal, hreyfingar eða notkun hluta
- Óhóflega þörf fyrir að fylgja föstum venjum, ritúal bundin yrt eða óyrt hegðunarmynstur eða óhóflegur mótþrói gagnvart breytingum
- Afar afmörkuð, þröng áhugamál sem eru óvenjuleg hvað snertir ákafa eða efni
- Sterk eða lítil viðbrögð við skynáreitum og/eða óvenjulegur áhugi á skynrænum þáttum í umhverfinu
Einhverfurófs- markþjálfun felur í sér að styðja og valdefla einstaklinging sem og þjálfa upp samskipti og skilning á umhverfisþáttum, samskiptum, félagsfærni og öllu öðru sem viðkemur daglegu lífi.
Einhverfurófs- markþjálfun er valdeflandi fyrir einstaklingana sjálfa sem og nánasta umhverfi. Það að eflast dregur úr kvíða og fleiri fylgikvillum röskunarinnar.