Pistlar

Heilbrigð sjálfsmynd barna

Heilbrigð sjálfsmynd barna

Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn með sterka sjálfsmynd:Börnum sem líður vel í eigin skinni eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Þau treysta umhverfi sínu og segja frá þegar eitthvað sem þeim finnst óþæginlegt gerist. Börn með brotna sjálfsmynd:Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa...

10 einföld ráð til ykkar

10 einföld ráð til ykkar

Janúar er gjarnan markmiða- eða áramótaheitamánuður, fólk lítur yfir farinn veg og íhugar hvað það er sem það vill afreka á nýju ári. Eru markmið alltaf raunhæf og íhugar fólk hvernig það getur stutt sjálft sig í að ná árangri. Flest höfum við heyrt að það sé miklu farsælla að skrifa niður markmið sín og það er alveg rétt en að mínu mati er leiðin að þeim mikilvægust. Hér á eftir koma nokkrar leiðir sem nýtast til þess að ná betri árangri í að uppfylla markmið sín.– Einföld, lítil atriði sem munu leiða til meiri jarðtengingar og hamingju. Taktu til...

Fylltu líf þitt af hamingju

Fylltu líf þitt af hamingju

Hver vill ekki auka hamingjustuðulinn sinn? Hér á eftir koma nokkrar hamingjuaukandi aðferðir. Þetta eru allt aðferðir sem ég hef notað sjálf og aðferðir sem ég hef notað sem meðferðaraðili. Þessar aðferðir koma mikið úr fræðum jákvæðrar sálfræði og hugrænni atferlismeðferð. Aðferðir þessar hef ég notað á sjálfsstyrkingarnámskeiðum bæði með börnum og fullorðnum, bara aðlagað þær að einstaklingum. Þessar aðferðir auka sjálfsmildi og kærleikur í eigin garð hækkar hamingjustuðulinn. Finndu leiðir til þess að koma fram við sjálfa þig af kærleika. Það er bara ein þú og þú þarft að vera með þér út lífið. Því er gott að staldra...

Stjórnsemi

Stjórnsemi

Staldrar þú nokkurn tímann við og íhugar hverskonar orku þú sendir frá þér? Ég trúi því að allar manneskjur séu orka og að við sendum orkuna okkar frá okkur yfir til annara. Þess vegna reyni ég að vanda mig í því að velja viðhorf mín, vanda mig að hafa stjórn á skapi mínu og að sleppa tökunum á öðru fólki. Sem sagt ekki stjórna öðrum eða skipta mér yfirhöfuð að því hvað aðrir gera eða kjósa í lífinu. Finnst einfaldast að leyfa öðrum að vera og gera alveg án minnar íhlutunnar, já og án minnar stjórnsemi. Það er nefnilega stjórnsemi...

Gerðu óskaspjald

Gerðu óskaspjald

Hefur þú heyrt um óskaspjald? Jebb þetta Secret kjaftaæði, þar sem þú dregur til þín það sem þig langar í.Ég er með smá fréttir af þessu! Þetta er ekki kjaftæði, ÞETTA VIRKAR. Ég hef gert mér svona spjöld alltaf í kringum áramót í nokkur ár og viti menn það er alveg magnað hvað allt kemur til mín. Ekki allt í einu og alls ekki í þeirri röð sem ég vildi og ekki á mínum hraða en það kemur. Ætli það séu ekki svona 8 ár síðan ég gerði fyrsta spjaldið mitt og af því að ég hafði ekkert alltof mikla trú...