Pistlar — hugleiðsla

Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur

Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur

Ég er greind með illvíga vefjagigt og hef unnið hörðum höndum að því að ná að læra að lifa með henni og sætta mig við að ég mun lifa með þennan sjúkdóm alla mína ævi. Það hafa komið tímabil þar sem ég stend ekki undir mér, er verkjuð í hverri taug og frumu líkamans, með algert svartnætti í hausnum og fundist lífið lítið spennandi. Ég þurfti að hætta að vinna um tíma vegna þreytu og verkja og mátti ekki við neinu þá fór allt í klessu og ég versnaði og versnaði af einkennum. Ég hef skammast mín fyrir aumingjaskapinn og...

Leiðir til að sinna þér betur

Leiðir til að sinna þér betur

Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu. Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda. Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf. Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu. 1. Hreyfðu þig daglega: Ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér...

Fallegasta umsögnin er frá ófæddum dreng

Fallegasta umsögnin er frá ófæddum dreng

Fékk leyfi til að segja frá þessu: Hjá mér hefur verið ófrísk kona í dáleiðslumeðferð og er nú í jóga nidra æfingabúðum. Kona þessi er komin 31 viku á leið og var í 3D sónar, Barnið snéri höfðinu að fylgjunni og hefur gert þegar sónar hefur verið.Svo ljósmóðirinn stakk upp á að foreldrarnir spiluðu tónlist, því þá væri algengt að börn í móðurkviði snéru sér við… nei ekkert gerðist! Móðirin ákvað að kveikja á dáleiðslufæl sem hún nýtir heima milli tíma og barni tók strax við sér snéri andlitinu í átt að alheiminum og móðirinn gat ekki betur séð en að...

Máttur hugans er gríðalegur

Máttur hugans er gríðalegur

Hugleiðsla hefur margsannað sig og verið rannsökuð fram og til baka. Sjálf gerði ég ritgerð á meistarastigi í HÍ um núvitundarhugleiðslu sem hluta af meðferðaformi og sú rannsóknarvinna sem ég lagðist í þá sýndi mér fram á gagnsemi þess að hugleiða og hversu máttugur hugurinn er. Ýmsar leiðir eru til þess að ástunda hugleiðslu og mín einlæga trú er sú að allir geta hugleitt, hver og einn þarf að finna sína leið. Sjálf er ég menntuð sem jóga nidra kennari og hef tekið 3 full 8 vikna núvitundarnámskeið og hef upplifað mátt hugleiðslunnar á eigin huga. Í rannsóknarritgerð minni skoðaði...

Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri

Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri

Suma daga vaknar maður bara illa upp lagður og jafnvel með höfuðverk eða dagurinn byrjar á neikvæðri athugasemd frá yfirmann eða einhverjum öðrum. Með öðrum orðum dagurinn byrjar þannig að það virðist sem allt sé á móti þér en ekki með þér í dag. Allir upplifa svona leiðindadaga en til eru ýmis ráð til þess að snúa deginum og flest allir eiga í fórum sínum verkfæri sem nýtast Kíkjum aðeins í verkfæraboxið og sjáum hvað við getum gert til þess að eignast innistæðu í andlega bankanum svo við eigum auðveldara með að takast á við erfiðu dagana! Hér koma nokkur...