Pistlar — þunglyndi

Úr andlegu og líkamlegu gjaldþroti

Úr andlegu og líkamlegu gjaldþroti

Rétt eins og allar manneskjur hefur lífið gefið mér allskyns miserfið verkefni til að takast á við. Áföll og streita hafa áhrif á líkamsstarfsemina og lífsgæði almennt. Eftir mikla áfallahrinu 2014 var ég komin í andlegt og líkamlegt gjaldþrot, ég leitaði mér hjálpar og hóf mína eigin uppbyggingu. Markmiðið var að ná heilbrigði, það var það eina sem raunverulega skipti mig máli að öðlast heilbrigði. Þarna var ég verkjuð allan sólahringin, óheyrilega þreytt, algerlega þróttlaus og óhemju döpur. Það er nákvæmlega það sem gerist eftir langvarandi streituástand og svo þegar kemur áfallahrina ofan á streituna lætur líkaminn undan. Líkaminn er...