Pistlar — hugsanir

Sjálfstal niðurrif eða uppbygging

Sjálfstal niðurrif eða uppbygging

Sjálfstal er eitt sterkasta vopnið til þess að byggja upp sjálf eða til þess að brjóta það niður! Taktu eftir því hvernig þú talar við eða um þig… Ertu að segja þér að þú sért glataður/glötuð, getir ekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað í þá veruna.Ef það er vani þinn þá ertu að brjóta niður eigið sjálf… Því það er svo magnað að við heyrum allt sem við segjum við okkur sjálf og öll skynfærin taka við því!Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum! Sjálfið trúir...

Máttur hugans er gríðalegur

Máttur hugans er gríðalegur

Hugleiðsla hefur margsannað sig og verið rannsökuð fram og til baka. Sjálf gerði ég ritgerð á meistarastigi í HÍ um núvitundarhugleiðslu sem hluta af meðferðaformi og sú rannsóknarvinna sem ég lagðist í þá sýndi mér fram á gagnsemi þess að hugleiða og hversu máttugur hugurinn er. Ýmsar leiðir eru til þess að ástunda hugleiðslu og mín einlæga trú er sú að allir geta hugleitt, hver og einn þarf að finna sína leið. Sjálf er ég menntuð sem jóga nidra kennari og hef tekið 3 full 8 vikna núvitundarnámskeið og hef upplifað mátt hugleiðslunnar á eigin huga. Í rannsóknarritgerð minni skoðaði...

Gróskuhugarfar eða skortshugsun

Gróskuhugarfar eða skortshugsun

Gróskuhugsun/ Skortshugsun….. Við markþjálfar tölum oft um grósku eða skortshugsun. Gróskuhugarfar: Gróskuhugsun felur í sér að sjá möguleikana og virkilega efla aðra til þess að ná sínum árangri,. Í gróskuhugsun er ekki ótti við að aðrir dafni eða hafi af þér eitthvað, þvert á móti vill manneskja sem hefur tamið sér gróskuhugsun sjá allt og alla blómstra og er óhrædd við samkeppni því hún lítur svo á að nóg sé handa öllum  Góður leiðtogi býr yfir gróskuhugsun og því fær hann fólk með sér. Að búa yfir gróskuhugsun heldur möguleikavíddinni opinni og það er einmitt þar sem vöxtur og magnaðir...