Ráðgjöf

Ráðgjöf er fyrst og fremst samvinna á milli ráðgjafa og skjólstæðings, ráðgjafinn hjálpar skjólstæðingnum að koma auga á markmið eða lausn á hinum ýmsu vandamálum sem upp geta komið eins og t.d.

 • Þegar tilfinningarlegu jafnvægi hefur verið raskað
 • Til að hjálpa til við erfið samskipti við annað fólk
 • Til að losna úr neikvæðu samskiptamynstri
 • Til að takast á við erfiðleika, eins og t.d. missi, sorg eða söknuð
 • Til að styrkja breytingar á neikvæðri hegðun
 • Til að ná ákjósanlegri andlegri heilsu og ýta undir persónulegan þroska
 • Til að koma í veg fyrir erfiðleika
 • Til að hjálpa fólki að komast í gegnum erfiðar aðstæður
 • Til að ná sátt við erfið veikindi eða breyttar aðstæður
 • Til að losna við slæman ávana
 • Til að fjárfesta í þér og þinni líðan
 • Til að hjálpa þér að öðlast nýja sýn á lífinu þínu
 • Til að byggja upp sjálfsvirðingu, sjálfstraust eða aðra persónulega eiginleika sem þú villt vinna í

 

Hver og einn tími í viðtalsráðgjöf er persónubundinn og sérsniðinn að hverjum og einum, okkar  markmið er að aðstoða fólk að komast á þann stað sem það vill og í sumum tilfellum hjálpa fólki að greina hvað það vill.

 

Hver sem er getur nýtt sér ráðgjöf og við mælum hiklaust með henni.

Sem betur fer hefur orðið mikil vitundarvakning í þjóðfélaginu gagnvart því að leita sér aðstoðar í tengslum við andlega heilsu, það er eðlilegt að við förum öll í gegnum erfiða tíma í lífi okkar eða að við þurfum hjálp við komast úr vanlíðan, það er styrkur að leita sér aðstoðar, þú hefur mikið um það að sega hvernig þú villt vera eða hvert þú villt komast.

 

Settu þig í fyrsta sæti.