Friður og fjör (Börn 6-11 ára)

(Sjálfsstyrking, öndunaræfingar, teygjur, leikir og slökun)

Þetta námskeið er styrkt af Góða Hirðinum - Takk kærlega fyrir okkur!

Friður og fjör er Sjálfsstyrkingar og leikja námskeið fyrir alla krakka á aldrinum 6–11 ára þar sem þau vinna í að byggja upp góða sjálfsmynd, læra að þekkja kosti sína og styrkleika, læra að nota öndunina sína, læra teygjur og að hvernig á að beita líkamanum sínum, læra slökun og auðvitað leikum við allskonar skemmtilega leiki. Okkar megin markmið er að krökkunum líði vel, að þau hafi gaman og að þau fái smá vitneskju um sig sjálf sem persónur.

Þetta eru samtals 5 dagar og dagarnir eru frá 13:00 – 16:00 Bókanir fara fram á ragnar@fagvitund.is og í síma 771-1733 leiðbeinandi er Ragnar Már, yfir umsjón hefur Kristín Snorradóttir.

Námskeiðið verður aldursskipt annarsvegar 1-3 bekkur og svo 4-6 bekkur          það eru einungis 8 pláss en hægt verður að skrá á biðlista (það detta stundum út krakkar vegna veikinda eða ferðalaga)

Hér eru dagsetningar fyrir hvert námskeið

 • 4 - 8 júlí verður fyrir 1-3 bekk 
 • 18 - 22 júlí verður fyrir 4-6 bekk
 • 1 - 5 ágúst verður fyrir 1-3 bekk
 • 15 - 19 ágúst verður fyrir 4-6 bekk

Á þessu námskeiði læra krakkar:

 • Að styrka sjálfsmyndina sína og koma auga á styrkleika
 • Að einbeita sér að jákvæðum hugsunum frekar en neikvæðum
 • Þau efla tilfinningagreind sína
 • Þau læra að tala við sjálfa sig á fallegan hátt
 • Við ræðum kosti þess að gera góðverk og ræðum um vináttu.
 • Þau læra að hafa meiri stjórn á einbeitingunni sinni
 • Þau læra að auka ímyndunaraflið sitt
 • Krakkarnir læra öndun og hvernig hún getur haft áhrif á okkur
 • Krakkarnir læra slökun og hugleiðslu
 • Krakkarnir læra að beita líkamanum sínum í léttu jóga
 • Og auðvitað leikum við skemmtilega leiki

Leikirnir verða margir og fjölbreytilegir en t.d. munum við t.d. einn daginn byggja mini-put golfvöll saman og spila hann, Lita og mála listaverk saman, við munum spila actionary og hot potato, Varúlf, Búningaleikir og margt fleirra. (Það geta orðið breytingar á leikjunum)

Verð á þessu námskeiði 19.990 kr, hægt er að fá 10% systkina afslátt.

Hluti ágóðans af þessu námskeiði mun fara í gott málefni (við erum í því ferli að opna styrktarsjóð fyrir þá sem minna mega sín, en þurfa samt aðstoð fjárhagslega og andlega)