Pistlar — Streita

Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur

Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur

Ég er greind með illvíga vefjagigt og hef unnið hörðum höndum að því að ná að læra að lifa með henni og sætta mig við að ég mun lifa með þennan sjúkdóm alla mína ævi. Það hafa komið tímabil þar sem ég stend ekki undir mér, er verkjuð í hverri taug og frumu líkamans, með algert svartnætti í hausnum og fundist lífið lítið spennandi. Ég þurfti að hætta að vinna um tíma vegna þreytu og verkja og mátti ekki við neinu þá fór allt í klessu og ég versnaði og versnaði af einkennum. Ég hef skammast mín fyrir aumingjaskapinn og...

Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri

Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri

Suma daga vaknar maður bara illa upp lagður og jafnvel með höfuðverk eða dagurinn byrjar á neikvæðri athugasemd frá yfirmann eða einhverjum öðrum. Með öðrum orðum dagurinn byrjar þannig að það virðist sem allt sé á móti þér en ekki með þér í dag. Allir upplifa svona leiðindadaga en til eru ýmis ráð til þess að snúa deginum og flest allir eiga í fórum sínum verkfæri sem nýtast Kíkjum aðeins í verkfæraboxið og sjáum hvað við getum gert til þess að eignast innistæðu í andlega bankanum svo við eigum auðveldara með að takast á við erfiðu dagana! Hér koma nokkur...

Jafnvægi er það nauðsynlegt?

Jafnvægi er það nauðsynlegt?

Nokkur orð um jafnvægi: Það hefur lífið kennt mér að jafnvægi er undirstaða þess að eiga inni á tilfinningabankanum þegar þörf er á úttekt! Ég hef ekki alltaf haft þessa vitneskju enda sjálf lent í örmögnun… jebb…. Kulnun sem ekki er hlustað á verður að örmögnun sem er eiginlega kulnun + Eins og svo oft með það sem er erfitt er það ein mín mesta blessun að hafa upplifað þetta erfiða ástand örmögnunar með öllum þeim óþægindum og þreytu sem því fylgdi. Við tók tímabil þar sem ég hafði ekkert val, ég einfaldlega varð að hugsa vel um mig og...

Streitustjórnun forvörn gegn kulnun

Streitustjórnun forvörn gegn kulnun

Þegar streita fer yfir ákveðin mörk verður hún skaðleg bæði líkamlega og andlega og því er mikilvægt að mæta einstaklingum á mjúkan hátt bæði líkamlega og andlega. Streituhormónið kortisol stýrir streitustigi og það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar unnið er að því að draga úr streitu, því ekki viljum við auka kortisol framleiðslu líkamans því það þýðir meiri streita! Streita getur verið hættuleg: Of hátt streitustig veldur líkamlegum einkennum eins og grunnur, hraður andadráttur, meltingatruflanir, aukin svitamyndun, munnþurrkur, hjartsláttatruflanir og magnleysi sem flestir þekkja sem óeðlilega mikla þreytu. Andlega getur farið að bera á...