Jafnvægi er það nauðsynlegt?
Nokkur orð um jafnvægi:
Það hefur lífið kennt mér að jafnvægi er undirstaða þess að eiga inni á tilfinningabankanum þegar þörf er á úttekt!
Ég hef ekki alltaf haft þessa vitneskju enda sjálf lent í örmögnun… jebb….
Kulnun sem ekki er hlustað á verður að örmögnun sem er eiginlega kulnun +
Eins og svo oft með það sem er erfitt er það ein mín mesta blessun að hafa upplifað þetta erfiða ástand örmögnunar með öllum þeim óþægindum og þreytu sem því fylgdi. Við tók tímabil þar sem ég hafði ekkert val, ég einfaldlega varð að hugsa vel um mig og leggja á mig breyttan lífsstíl og breyta hugarfari.
Sætta mig við stöðuna og mæta mér þar sem ég var stödd og trúið mér þegar maður er OFURKONA er það meira en að segja það.
Innbyggt í hausinn á mér að ég EIGI AÐ VERA DUGLEG annars sé ég AUMINGI, standa sína plikt, bíta á jaxlin og bölva í hljóði!
Svolítið Íslenska víkingaleiðin og sú leið sem þótti eðlileg og göfug þegar ég var að alast upp, enginn maður með mönnum nema vinna af sér rassgatið og eiga flott heimili.
Þessi hugmyndafræði gagnaðist ekki mér því hjá mér rétt eins og öllum spilaði lífið inní og allskonar erfiðleikar og áföll og allt annað sem flest allar manneskjur ganga í gegnum á einn eða annan hátt…
Svo fór sem fór að ég brann út eins og kerti í báða enda en ekki fyrr en eftir nokkrar tilraunir til þess að afsanna það fyrir fagfólkinu að ég væri að brenna út, jebb
Halda áfram fram í rauðan dauðan þó að bensínið sé búið!
Loksins kom að því ég gat ekki meira var heima á náttfötunum og orkaði ekkert, núll. Þannig var það bara í dágóðan tíma. Hægt og rólega ofurvarlega hóf ég að rísa með hjálp fagfólks.
Einn fót fram fyrir hinn ofurlítil hænuskref, pínulitlir sigrar. Bæði þurfti ég að mæta líkanum og huganum og vitið þið hugurinn var miklu erfiðari! Líkaminn var verkjaður og fann til og þungur og átti erfitt en hann var þokkalega fljótur að vinna sig á betri stað en hugurinn,
Ó BOY….
Í huganum Þar var skekkjan, þessi hugmynd um að vera löt ef ég gerði ekki nóg, vera ekkert af því ég var ekki að vinna að hafa misheppnast í lífinu…… ALGERLEGA GLATAÐUR PAPPÍR!
Töfrarnir gerðust þegar ég fór að ná tökum á huganum og þar var eitt og annað sem hjálpaði mér sem dæmi þá bý ég að því að hafa verið 12 spora manneskja í fjölda ára og hafa fúsleikan til þess að þiggja hjálp og leita mér hjálpar. Horfast í augu við mig í fullum heiðarleika og tilbúin til þess að mæta mér í kærleika.
Ég nýtti hjálp fagfólks og ákvað að prófa Klíníska dáleiðslu og Búmmm…..
Þar hitti ég frábært meðferðaform! Án þess að blikna þá þakka ég alheiminum fyrir að leiða mig í hendurnar á konunni sem tók mig í dáleiðslu og hún varð til þess að ég fór að læra dáleiðslu og hef fengið að upplifa magnaða hluti með öðrum á því sviði.
Ég reis og raðaði lífi mínu niður þannig að það væri í jafnvægi. Skapaði mér starfsvettvang þar sem ég stýri minni vinnu og starfa við það sem ég elska: Að hjálpa fólki að vaxa og auka lífsgæði sín.
Verkefni lífsins eru enn erfið en ég hef tileinkað mér lífsvenjur sem styrkja mig, ég stunda hugleiðslu með aðferð jóga nidra alla daga og passa að hafa jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Vel að hafa uppbyggilegt fólk í kringum mig og bætti við mig menntun í yoga nidra og markþjálfun, auðvitað grunn og framhald í hvoru tveggja en það sem er dýrmætast er að ég nýti mér þetta allt sjálf og reynsla mín og menntun gera mig að færari fagaðila.
Ég tek undir með Bréne Brown sem segir í bókinni” Rising strong” að rannsóknir sýna að fólk sem brotnar og rís upp aftur verður færari í að vinna við að valdefla fólk, þar sem það hefur skilning sem ekki allir hafa.
Ekki gefast upp þegar allt virðist of erfitt, leitaðu hjálpar.Það er allt í lagi að bogna, jafnvel brotna ef þú bara réttir út hendina eftir hjálp og verður sterkari á eftir. Lífið er stutt og jafnvægi er mikilvæg undirstaða þess að njóta ferðlagsins í gegnum lífið.