Pistlar — heilsa
Heilbrigð sjálfsmynd barna
Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn með sterka sjálfsmynd:Börnum sem líður vel í eigin skinni eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Þau treysta umhverfi sínu og segja frá þegar eitthvað sem þeim finnst óþæginlegt gerist. Börn með brotna sjálfsmynd:Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa...
- : börn, heilsa, sjálfsmynd
Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur
Ég er greind með illvíga vefjagigt og hef unnið hörðum höndum að því að ná að læra að lifa með henni og sætta mig við að ég mun lifa með þennan sjúkdóm alla mína ævi. Það hafa komið tímabil þar sem ég stend ekki undir mér, er verkjuð í hverri taug og frumu líkamans, með algert svartnætti í hausnum og fundist lífið lítið spennandi. Ég þurfti að hætta að vinna um tíma vegna þreytu og verkja og mátti ekki við neinu þá fór allt í klessu og ég versnaði og versnaði af einkennum. Ég hef skammast mín fyrir aumingjaskapinn og...
Kona ertu að sinna þér vel?
Nú þegar farið er að skyggja og haustlægðirnar í svaka stuði og dimmur langur íslenskur vetur framundan er mikilvægt að hugsa extra vel um sig. Hvernig getur þú hugsa betur um þig ? Jú á margan hátt, fyrsta skrefið er að horfast í augu við að þú ert eina manneskjan sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Ó já það eitt og sér ætti að duga til þess að setja þig í fyrsta sæti og passa uppá að þér líði vel og að þú sért glöð og hamingjusöm, gerir skemmtilega hluti og notar þína hæfileika til fullnustu. Hættir...
- : heilsa, jákvæð, kona, staðhæfing
Leiðir til að sinna þér betur
Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu. Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda. Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf. Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu. 1. Hreyfðu þig daglega: Ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér...
- : heilsa, hreyfing, hugleiðsla, lífið, sjálfsmynd, vellíðan