Pistlar — hugur

Fallegasta umsögnin er frá ófæddum dreng

Fallegasta umsögnin er frá ófæddum dreng

Fékk leyfi til að segja frá þessu: Hjá mér hefur verið ófrísk kona í dáleiðslumeðferð og er nú í jóga nidra æfingabúðum. Kona þessi er komin 31 viku á leið og var í 3D sónar, Barnið snéri höfðinu að fylgjunni og hefur gert þegar sónar hefur verið.Svo ljósmóðirinn stakk upp á að foreldrarnir spiluðu tónlist, því þá væri algengt að börn í móðurkviði snéru sér við… nei ekkert gerðist! Móðirin ákvað að kveikja á dáleiðslufæl sem hún nýtir heima milli tíma og barni tók strax við sér snéri andlitinu í átt að alheiminum og móðirinn gat ekki betur séð en að...

Sjálfstal niðurrif eða uppbygging

Sjálfstal niðurrif eða uppbygging

Sjálfstal er eitt sterkasta vopnið til þess að byggja upp sjálf eða til þess að brjóta það niður! Taktu eftir því hvernig þú talar við eða um þig… Ertu að segja þér að þú sért glataður/glötuð, getir ekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað í þá veruna.Ef það er vani þinn þá ertu að brjóta niður eigið sjálf… Því það er svo magnað að við heyrum allt sem við segjum við okkur sjálf og öll skynfærin taka við því!Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum! Sjálfið trúir...

Innra með öllum er demantur

Innra með öllum er demantur

Ég var stödd í kassaröðinni í ónefndri búð um daginn. Unga stúlkan brosti og bauð góðan dag á góðri íslensku og bað um kvittun.Afgreiðslumaðurinn roðnaði og áttaði sig á því að hann hafði ákveðið að hún væri útlensk þar sem hún var dökk á hörund.Þessi uppákoma fékk mig til að íhuga hversu oft við ákveðum eitthvað út frá því sem við sjáum í stað þess að sjá hvað raunverulega er.Nokkrum dögum seinna var ég ásamt einni sem er mér kær og hún verður svona kjánaleg og segir við mig. “Nei þú hefur pottþétt ekki áhuga en ég ætla samt að spyrja...

Feitan og ljótan

Feitan og ljótan

Hver þekkir ekki feituna og ljótuna? Ég þekki þessar systur af eigin raun og hef þekkt þær alltof lengi!Í fjölda ára hef ég unnið að því að útrýma þessum systrum úr lífi mínu og í dag hitti ég þær sem betur fer mjög sjalda. Þær systur eru skaðvaldur og þess vegna ákvað ég að skrifa aðeins um þær því það er algengt að fólk hitti þær …. Þið vitið þegar mikið er um mannamót og allir vilja vera sem fallegastir. Hverjar eru þær systur feitan og ljótan og hvaðan koma þær og hver er tilgangur þeirra? Systurnar feitan og ljótan...

Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór

Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór

Wow…. Ekkert smá stór yfirlýsing þessi fyrirsögn!Staðreyndin er sú að það er allt í lagi að setja sér risa-markmið eða dreyma risa-drauma. Þetta er allt spurningin um að komast þangað! Oftast er það óttinn sem hindrar manneskjuna í að framkvæma út fyrir þægindahringinn, eðlilega því það sem er fyrir utan hringin er óþekkt stærð og innan hringsins er þetta örugga svæði þar sem þú veist hvernig allt er.Innan hringsins gerist ósköp fátt, meira svona lífið heldur áfram og einstaka flugeldasýning á sér stað þegar tekin er ákvörðun um að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það hentar sumum og er...