Sjálfstal niðurrif eða uppbygging
Sjálfstal er eitt sterkasta vopnið til þess að byggja upp sjálf eða til þess að brjóta það niður!
Taktu eftir því hvernig þú talar við eða um þig…
Ertu að segja þér að þú sért glataður/glötuð, getir ekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað í þá veruna.
Ef það er vani þinn þá ertu að brjóta niður eigið sjálf…
Því það er svo magnað að við heyrum allt sem við segjum við okkur sjálf og öll skynfærin taka við því!
Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum!
Sjálfið trúir því að þú sért glataður/glötuð, getirekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað enn verra!!+
Það sama gerist þegar þú talar uppbyggilega við þig.
Segir þér að þú sért frábær, hugrakkur,hugrökk, fallegur/falleg og tilbúin til að sigrast á þeim áskorunum sem þú mætir.
Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum!
Taktu eftir þessu og prófaðu að tala bara fallega og jákvætt til sjálfs þíns og sjáðu hvað gerist.