Heilbrigð sjálfsmynd barna

Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á.

Börn með sterka sjálfsmynd:
Börnum sem líður vel í eigin skinni eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Þau treysta umhverfi sínu og segja frá þegar eitthvað sem þeim finnst óþæginlegt gerist.

Börn með brotna sjálfsmynd:
Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa veika sjálfsmynd finnst þau oft vera lítils virði og og að þau geti ekki gert neitt rétt sem verður þess valdandi að þau verða döpur og einangra sig. Þau segja gjarnan “ég get ekki” þegar þeim eru rétt verkefni. Það er auðveldara að misbjóða þeim eða fá þau til að taka þátt í einhverju sem þeim finnst óþægilegt og þau segja síður frá. Algengt er að þau vantreysti umhverfinu.

Forvarnagildi: 
Forvarnargildi heilbrigðar sjálfsmyndar er mjög mikið.  Barn með öfluga sjálfsmynd getur staðist hópþrýsting unglingsáranna og sagt nei við óæskilegum áhrifum á líf sitt. Barn með veika sjálfsmynd er oft illa sett félagslega og fylgir því hópnum þó um óæskilega hegðun sé að ræða.Brotna sjálfsmynd má alltaf vinna með og styrkja hvort sem er hjá börnum eða fullorðnum. Sterk sjálfsmynd er undirstaða þess að skapa sér það líf sem einstaklingurinn vill lifa í sátt við sjálfan sig og aðra.

Með því að styrkja sjálfið skapar einstaklingurinn bestu útgáfuna af sér.