Pistlar — vellíðan

Leiðir til að sinna þér betur

Leiðir til að sinna þér betur

Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu. Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda. Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf. Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu. 1. Hreyfðu þig daglega: Ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér...

Sjálfstal niðurrif eða uppbygging

Sjálfstal niðurrif eða uppbygging

Sjálfstal er eitt sterkasta vopnið til þess að byggja upp sjálf eða til þess að brjóta það niður! Taktu eftir því hvernig þú talar við eða um þig… Ertu að segja þér að þú sért glataður/glötuð, getir ekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað í þá veruna.Ef það er vani þinn þá ertu að brjóta niður eigið sjálf… Því það er svo magnað að við heyrum allt sem við segjum við okkur sjálf og öll skynfærin taka við því!Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum! Sjálfið trúir...

Feitan og ljótan

Feitan og ljótan

Hver þekkir ekki feituna og ljótuna? Ég þekki þessar systur af eigin raun og hef þekkt þær alltof lengi!Í fjölda ára hef ég unnið að því að útrýma þessum systrum úr lífi mínu og í dag hitti ég þær sem betur fer mjög sjalda. Þær systur eru skaðvaldur og þess vegna ákvað ég að skrifa aðeins um þær því það er algengt að fólk hitti þær …. Þið vitið þegar mikið er um mannamót og allir vilja vera sem fallegastir. Hverjar eru þær systur feitan og ljótan og hvaðan koma þær og hver er tilgangur þeirra? Systurnar feitan og ljótan...

Iðkun þakklætis, verkfæri til vellíðunar

Iðkun þakklætis, verkfæri til vellíðunar

Það verður að segjast eins og er að þetta ár 2020 hefur verið alveg eð ólíkindum.Heill hellingur af áskorunum og erfiðum verkefnum. Það hefur einkennst af Covid veirunni og baráttu við veiruna sem og sett samfélagið og heimin allan á hvolf, fólk missir vinnu og aukið streitustig og allskonar álag sem reynir á allar manneskjur sama á hvaða aldri við erum. Ég mæli með þekklætisiðkun: Ég get sannarlega mælt með því að stunda þakklæti sér til hjálpar á erfiðum tímum, hljómar undarlega en það er einu sinni bara þannig að þakklæti er magnað verkfæri og þegar við lærum að beita...

Kvíðinn minn er minni

Kvíðinn minn er minni

Herborg kom á námskeiðið nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar í september 2020 og þetta hafði hún að segja; Algjörlega stórkostlegt námskeið, ég lýk því á dásamlegan hátt.Mér líður betur og ég hef betri stjórn á sjálfri mér í aðstæðum sem ég lét sveifla mér mikið!Ég þekki sjálfa mig betur og bæði hlusta og hugsa betur um mig.Ég fékk ” leyfi” til að setja mig í fyrsta sæti í mínu lífi og hef svo sannarlega nýtt mér það og er fyrir vikið mun afslappaðri og ánægðari.Líkamleg heilsa hefur einnig styrkst og það algerlega án áreynslu. Það gerðist bara sjálfkrafa með...