Pistlar — styrkur
Lífið er þitt
Lífið er stutt:Það er einhvernveginn þannig að maður áttar sig á að lífið er stutt þegar maður horfir á eftir einhverjum yfir móðuna miklu eða einhver sem er manni nálægur greinist með sjúkdóm, með öðrum orðum þegar eitthvað verður þess valdandi að minna mann á að maður er ekki eilífur. Ég hef nokkuð oft fengið þessa áminningu um að lífið er stutt, já nokkrum sinnum! Samt hef ég alveg gleymt því og hagað mér eins og ég sé eilíf.Þegar ég tala um að haga mér eins og ég sé eilíf þá er ég að meina að ég hef gleymt að...
- : Gildi, gróskuhugarfar, lífið, markþjálfun, styrkur, vöxtur
Það býr kraftur innra með þér
Af hverju ættir þú að koma í Markþjálfun?Af því markþjálfi virkar eins og aðrir þjálfar s.s einkaþjálfi, þroskaþjálfi, handboltaþjálfi osvfr…. Ég er þroskaþjálfi og markþjálfi sem gerir það að verkum að ég bý yfir vitneskju sem nýtist fólki óháð því hvort einhverjar raskanir eða fatlanir eru með í ferð Sem þroskaþjálfi hef ég víðtæka þekkingu á fötlunum og röskunum t.d einhverduróf, þroskahömlun, ADHD og svo framvegis. En kjarni þroskaþjálfans er þroskasálfræði og því hef ég þekkingu á þroskasálfræði s.s hvernig þroski er og vex, frávik frá þroska og allt sem snýr að þroska. Þroski á sér stað frá vöggu til grafar,...
Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór
Wow…. Ekkert smá stór yfirlýsing þessi fyrirsögn!Staðreyndin er sú að það er allt í lagi að setja sér risa-markmið eða dreyma risa-drauma. Þetta er allt spurningin um að komast þangað! Oftast er það óttinn sem hindrar manneskjuna í að framkvæma út fyrir þægindahringinn, eðlilega því það sem er fyrir utan hringin er óþekkt stærð og innan hringsins er þetta örugga svæði þar sem þú veist hvernig allt er.Innan hringsins gerist ósköp fátt, meira svona lífið heldur áfram og einstaka flugeldasýning á sér stað þegar tekin er ákvörðun um að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það hentar sumum og er...
- : Gildi, gróskuhugarfar, hreyfing, hugur, markþjálfun, styrkur, vöxtur