Pistlar — jafnvægi
Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur
Ég er greind með illvíga vefjagigt og hef unnið hörðum höndum að því að ná að læra að lifa með henni og sætta mig við að ég mun lifa með þennan sjúkdóm alla mína ævi. Það hafa komið tímabil þar sem ég stend ekki undir mér, er verkjuð í hverri taug og frumu líkamans, með algert svartnætti í hausnum og fundist lífið lítið spennandi. Ég þurfti að hætta að vinna um tíma vegna þreytu og verkja og mátti ekki við neinu þá fór allt í klessu og ég versnaði og versnaði af einkennum. Ég hef skammast mín fyrir aumingjaskapinn og...
Jafnvægi er það nauðsynlegt?
Nokkur orð um jafnvægi: Það hefur lífið kennt mér að jafnvægi er undirstaða þess að eiga inni á tilfinningabankanum þegar þörf er á úttekt! Ég hef ekki alltaf haft þessa vitneskju enda sjálf lent í örmögnun… jebb…. Kulnun sem ekki er hlustað á verður að örmögnun sem er eiginlega kulnun + Eins og svo oft með það sem er erfitt er það ein mín mesta blessun að hafa upplifað þetta erfiða ástand örmögnunar með öllum þeim óþægindum og þreytu sem því fylgdi. Við tók tímabil þar sem ég hafði ekkert val, ég einfaldlega varð að hugsa vel um mig og...