Pistlar — sjálfsmynd

Heilbrigð sjálfsmynd barna

Heilbrigð sjálfsmynd barna

Heilbrigð sjálfsmynd er sterkasta vopn hvers einstaklings til þess að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Börn með sterka sjálfsmynd:Börnum sem líður vel í eigin skinni eiga auðveldara með að standast neikvæðan hópþrýsting brosa oftar og njóta lífsins. Þessi börn eru bjartsýn og hugsa í lausnum og hafa gaman af að leysa úr þeim verkefnum sem fyrir þau eru lögð. Þau treysta umhverfi sínu og segja frá þegar eitthvað sem þeim finnst óþæginlegt gerist. Börn með brotna sjálfsmynd:Aftur á móti er algengt að börn með veika sjálfsmynd þrói með sér kvíða og reiðitilfinningar. Börn sem hafa...

Leiðir til að sinna þér betur

Leiðir til að sinna þér betur

Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu. Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda. Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf. Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu. 1. Hreyfðu þig daglega: Ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér...

Elfdu sjálfsmynd barnsins þíns

Elfdu sjálfsmynd barnsins þíns

Ráð til foreldra sem nýtast til að efla sjálfsmynd barna: Foreldrar þekkja börnin sín best og leggja sig alla fram við að gefa þeim gott veganesti út í lífið. Mikilvægt er að foreldrar hafi gott sjálfstraust og hlusti á innsæi sitt við uppeldi barna sinna. Foreldrar eru mikilvægustu fyrirmyndir barna sinna því börn læra af því sem fyrir þeim er haft og því geta foreldrar byggt upp sterka sjálfsmynd hjá börnum sínum með eigin athöfnum. Börnin heyra og sjá hvernig foreldrar bregðast við daglegum athöfnum í lífinu:Gættu orða þinna, börn eru næm á orð foreldra sinna. Mikilvægt er að hrósa...