Pistlar — hreyfing
Mín leið til að auka lífsgæði mín sem vefjagigtarsjúklingur
Ég er greind með illvíga vefjagigt og hef unnið hörðum höndum að því að ná að læra að lifa með henni og sætta mig við að ég mun lifa með þennan sjúkdóm alla mína ævi. Það hafa komið tímabil þar sem ég stend ekki undir mér, er verkjuð í hverri taug og frumu líkamans, með algert svartnætti í hausnum og fundist lífið lítið spennandi. Ég þurfti að hætta að vinna um tíma vegna þreytu og verkja og mátti ekki við neinu þá fór allt í klessu og ég versnaði og versnaði af einkennum. Ég hef skammast mín fyrir aumingjaskapinn og...
Leiðir til að sinna þér betur
Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu. Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda. Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf. Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu. 1. Hreyfðu þig daglega: Ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér...
- : heilsa, hreyfing, hugleiðsla, lífið, sjálfsmynd, vellíðan
Feitan og ljótan
Hver þekkir ekki feituna og ljótuna? Ég þekki þessar systur af eigin raun og hef þekkt þær alltof lengi!Í fjölda ára hef ég unnið að því að útrýma þessum systrum úr lífi mínu og í dag hitti ég þær sem betur fer mjög sjalda. Þær systur eru skaðvaldur og þess vegna ákvað ég að skrifa aðeins um þær því það er algengt að fólk hitti þær …. Þið vitið þegar mikið er um mannamót og allir vilja vera sem fallegastir. Hverjar eru þær systur feitan og ljótan og hvaðan koma þær og hver er tilgangur þeirra? Systurnar feitan og ljótan...
Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór
Wow…. Ekkert smá stór yfirlýsing þessi fyrirsögn!Staðreyndin er sú að það er allt í lagi að setja sér risa-markmið eða dreyma risa-drauma. Þetta er allt spurningin um að komast þangað! Oftast er það óttinn sem hindrar manneskjuna í að framkvæma út fyrir þægindahringinn, eðlilega því það sem er fyrir utan hringin er óþekkt stærð og innan hringsins er þetta örugga svæði þar sem þú veist hvernig allt er.Innan hringsins gerist ósköp fátt, meira svona lífið heldur áfram og einstaka flugeldasýning á sér stað þegar tekin er ákvörðun um að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það hentar sumum og er...
- : Gildi, gróskuhugarfar, hreyfing, hugur, markþjálfun, styrkur, vöxtur
Góð ráð til að grípa til og gera daginn betri
Suma daga vaknar maður bara illa upp lagður og jafnvel með höfuðverk eða dagurinn byrjar á neikvæðri athugasemd frá yfirmann eða einhverjum öðrum. Með öðrum orðum dagurinn byrjar þannig að það virðist sem allt sé á móti þér en ekki með þér í dag. Allir upplifa svona leiðindadaga en til eru ýmis ráð til þess að snúa deginum og flest allir eiga í fórum sínum verkfæri sem nýtast Kíkjum aðeins í verkfæraboxið og sjáum hvað við getum gert til þess að eignast innistæðu í andlega bankanum svo við eigum auðveldara með að takast á við erfiðu dagana! Hér koma nokkur...
- : hreyfing, hugleiðsla, lífið, slökun, Streita