Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór

Wow…. Ekkert smá stór yfirlýsing þessi fyrirsögn!
Staðreyndin er sú að það er allt í lagi að setja sér risa-markmið eða dreyma risa-drauma. Þetta er allt spurningin um að komast þangað!

Oftast er það óttinn sem hindrar manneskjuna í að framkvæma út fyrir þægindahringinn, eðlilega því það sem er fyrir utan hringin er óþekkt stærð og innan hringsins er þetta örugga svæði þar sem þú veist hvernig allt er.
Innan hringsins gerist ósköp fátt, meira svona lífið heldur áfram og einstaka flugeldasýning á sér stað þegar tekin er ákvörðun um að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það hentar sumum og er allt í lagi, ekkert að því.

Svo er það fólkið sem á drauma eða markmið sem eru stór en selur sér þá hugmynd að þetta sé alltof stórt eða ekki fyrir þig, bara einhvern annan. Veistu það er ekki þannig sú hindrun býr í höfðinu á þér, já ég meina það!

Ég er með mína eigin kenningu svo sem ekki byggð á vísindalegum rökum, aðallega af eigin reynslu og minni fagreynslu.

Með því að stíga út fyrir boxið og framkvæma þá gerist eitthvað stórkostlegt, það á sér stað kraftmikill vöxtur og vá hvað það leiðir af sér stórkostlega líðan. Sjálfsmyndin bólgnar og sjálfstraustið vex upp úr því sem þú ímyndaðir þér.
Ég hef bæði upplifað það sjálf og fengið að vera þess aðnjótandi að sjá aðra taka þetta vaxtarskref.

Það krefst hugrekkis að stíga út fyrir hringinn því í hringnum er meira af ótta en hugrekki og jú hugrekki er einmitt að stíga inn í óttann.

Mín reynsla er sú að þegar sjálfstraustið vex er ekki aftur snúið því hver vill fara frá góður sjálfstrausti niður í lítið sjálfstraust?
Það kemur einfaldlega þorsti í að vaxa meira og komast að því hversu mikið þú raunverulega getur.

Hugsaðu þetta aðeins hvað langar þig að fá út úr lífinu?
Ertu í þægindahringnum en langar út fyrir hann en vantar stuðning?
Áttu draum um að ná árangri, byggja upp eitthvað eða ?

Ég skora á þig að skoða markþjálfun, það er leið sem er meira en mögnuð og þar erum við að vinna til framt´ðar. Ég sem markþjálfi er með þér í liði alla leið 200 % en ég geri ekki hlutina fyrir þig né mun ég ráðleggja þér.
Ég mun leggja mig alla fram við að hjálpa þér að finna þinn innsta kjarna og þitt hugrekki svo þú fáir þína drauma eða markmið uppfyllt. Ég mun spyrja þig krefjandi spurninga sem eru til þess gerðar að þú kafir djúpt, ég mun vera eins og einkaþjálfi hugans en þú ert aðalnúmerið og það býr innra með þér sprengikraftur sem á eftir að virkja!

Ef þig langar í ferðalag út fyrir þægindahringinn skal ég koma með þér!

Vertu í sambandi eða bara bókaðu þér tíma.
Sjáumst!