Gerðu óskaspjald

Hefur þú heyrt um óskaspjald?

Jebb þetta Secret kjaftaæði, þar sem þú dregur til þín það sem þig langar í.
Ég er með smá fréttir af þessu!

Þetta er ekki kjaftæði, ÞETTA VIRKAR.

Ég hef gert mér svona spjöld alltaf í kringum áramót í nokkur ár og viti menn það er alveg magnað hvað allt kemur til mín. Ekki allt í einu og alls ekki í þeirri röð sem ég vildi og ekki á mínum hraða en það kemur.

Ætli það séu ekki svona 8 ár síðan ég gerði fyrsta spjaldið mitt og af því að ég hafði ekkert alltof mikla trú a þessu og þetta var bara verkefni á námskeiði sem ég var á, þá setti ég stóra drauminn minn fyrst á spjaldið. Að fara á tónleika með Rolling Stones, ég elska þá grúbbu og langaði svo að sjá þá en var samt búin að gefa það frá mér. Ég meina þeir eldri en sólin og og ég á ömurlegum stað fjárhagslega og lífið ekkert nema átök. Ég setti svo ýmislegt annað á spjaldið eins og ferðalög á staði sem mig óraði ekki fyrir að ég myndi ferðast á í þessu lífi.

Svo setti ég náttla myndir af fullt af peningum og allskonar meira.

Ég fór fljótlega að upplifa eitt og annað sem ég setti á spjaldið t.d setti ég mynd af peysu á spjaldið og það furðulega gerðist að vinkona mín kom frá útlöndum nokkrum dögum seinna. Hún hafði séð peysu og fundist hún svo mikið ég að hún bara keypti hana og gaf mér!

Mér fannst þetta pínu magnað, því við erum ekki þannig að við séum að kaupa föt á hvor aðra. Fleira svona fór að gerast og ég fór að hafa meiri áhuga á þessum fræðum.

Gat verið að við gætum beði alheimin um eitthvað bara með því að setja út löngunina og trúa því að hann gefi, ég meina ég fékk án þess að trúa á þetta.

Ég ákvað að testa þetta og lagði mig fram við að hugsa jákvætt, trúa á að ég ætti allt gott skilið og setti niður óskirnar mínar á spjaldið mitt sem ég hengdi með kennaratyggjói á vegginn í svefniherberginu.

Spjaldið var fyrir augum mínum alla daga og óskirnar tíndust ein af annari inn og vá þetta svínvirkar.

Það allra magnaðast er að ég fór á síðasta ári á Rolling Stones tónleika og þar með rættist stærsta óskin mín.

Ég hef ferðast hingað og þangað á staði sem ég setti á spjaldið það skemmtilegasta er að einhverntíman setti ég mynd af geggjaðri strönd svo fór ég að skoða það spjald og fattaði að þetta var á Hawaii en þangað fór ég óvænt á ráðstefnu!

Hvernig gerir maður svo þetta óskaspjald?

Mjög einfalt:
Stórt spjald af kartonpappír, fullt af glanstímaritum og allskonar pennar og litir.

Svo er bara að klippa út myndir af því sem fólk vill, skrifa niður óskirna og njóta þess að eiga þessa stund me sjálfum sér. Það er líka gaman að gera þetta saman í hóp.

Eitt að lokum sem er mjög mikilvægt!

Vera þakklát mjög þakklát og opin fyrir því að taka við gjöfunum.