Fylltu líf þitt af hamingju

Hver vill ekki auka hamingjustuðulinn sinn?

Hér á eftir koma nokkrar hamingjuaukandi aðferðir. Þetta eru allt aðferðir sem ég hef notað sjálf og aðferðir sem ég hef notað sem meðferðaraðili. Þessar aðferðir koma mikið úr fræðum jákvæðrar sálfræði og hugrænni atferlismeðferð.

Aðferðir þessar hef ég notað á sjálfsstyrkingarnámskeiðum bæði með börnum og fullorðnum, bara aðlagað þær að einstaklingum.

Þessar aðferðir auka sjálfsmildi og kærleikur í eigin garð hækkar hamingjustuðulinn.

  • Finndu leiðir til þess að koma fram við sjálfa þig af kærleika. Það er bara ein þú og þú þarft að vera með þér út lífið. Því er gott að staldra við og hugsa hvernig kem ég fram við þá sem mér þykir vænt um t.d bestu vinkonu mína.
  • Hrósaðu þér fyrir að standa þig rétt eins og þú hrósar öðrum fyrir vel unnin verk, það má alveg faðma sjálfa sig og segja þú stóðst þig vel.
  • Verðlaunaðu þig, það þarf ekki að kosta handlegg og fótlegg að verðlauna sig. Sem dæmi gæti extra góður kaffibolli eða ein rós verið verðlaun. Nú eða krukka þar sem þú safnar t.d. 500 kr í hvert skipti sem þú stendur þig vel en krukkan er ætluð í ferðasjóð eða annað sem þig langar að eignast.
  • Byrjaðu alla daga á því að taka ákvörðun um að vera betri útgáfa af þér í dag en í gær, ekki fullkomin en örlítið betri. Að taka einn dag í að brosa til allra sem þú mætir er frábær æfing til þess að verða aðeins betri útgáfa.
  • Leyfðu þér að gera mistök, æfðu þig í þeim. Bakaðu ljóta köku eða ryksugaðu bara miðjuflötinn á gólfinu. Fullkomnunararáttan hjálpar þér ekki að vera góð við þig og það gerist ekkert hræðilegt þó þú gerir smá mistök.
  • Farðu með jákvæðar staðhæfingar upphátt, það einfaldlega virkar. Veldu vel hvað þú vilt segja og segðu það svo t.d þegar þú ert ein heima eða í bílnum á leið í vinnu. Ég lofa að þú finnur hratt mun með þessu.

Uppáhaldssetninginarnar mínar eru:

„Þetta er góður dagur og allt gott kemur til mín“

„Ég er fullkominn sköpun og ég hugsa vel um mig“

Það er frábært að nýta spegilinn til jákvæðra staðhæfinga, horfa í augun á sér meðan maður talar fallega til sín og nota postersmiða sem maður setur á spegilinn til þess að minna sig á að segja staðhæfinguna.

Iðkaðu þakklæti alla daga. Þegar þú byrjar að iðka þakklæti þá upplifir þú nýtt ríkidæmi. Alveg satt. Í hverjum degi má finna svo mörg þakkarefni, jafnvel þó lífið sé óhemju erfitt. það getur verið erfitt að byrja á því að iðka þakklæti en ágæt leið er að fara yfir líkama sinn. Þakka fyrir tær, fingur, fætur og svoframvegis því þakklætið hrindir af stað vellíðunarbylgju sem sér alltaf meira og meira þakkarvert. Ég hvet fólk á námskeiðum hjá mér til að skrifa niður 3 atriði á hverjum degi sem það er þakklátt fyrir og búa sér til þakklætisbox, þar sem það skrifar á litla miða það sem það er þakklátt fyrir og setur svo í fallegt box. Boxið er svo haft þar sem þú sérð það daglega og það vekur hjá þér þakklætiskennd. Einnig er gott að kíkja á miðana í boxinu þegar erfitt er.

Ég ætla að enda þennan pistil á þremur atriðum sem ég er þakklát fyrir þessa stundina.

Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína
Ég er þakklát fyrir heimilið mitt
Ég er þakklát fyrir hreint vatn í krananum

Mikið væri gaman ef þið viltuð skilja eftir í kommenti þakklætisorðin ykkar, þannig höfum við áhrif á orku heimsins. Gerum hana betri.