Pistlar — meðvirkni
Stjórnsemi
Staldrar þú nokkurn tímann við og íhugar hverskonar orku þú sendir frá þér? Ég trúi því að allar manneskjur séu orka og að við sendum orkuna okkar frá okkur yfir til annara. Þess vegna reyni ég að vanda mig í því að velja viðhorf mín, vanda mig að hafa stjórn á skapi mínu og að sleppa tökunum á öðru fólki. Sem sagt ekki stjórna öðrum eða skipta mér yfirhöfuð að því hvað aðrir gera eða kjósa í lífinu. Finnst einfaldast að leyfa öðrum að vera og gera alveg án minnar íhlutunnar, já og án minnar stjórnsemi. Það er nefnilega stjórnsemi...
Hlutverk aðstandenda
Að vera á hliðarlínunni þegar ástvinur kvelst vegna sjúkdóms eða vímuefnavanda er erfitt og flókið hlutverk. Algerlega vanmáttugur getur ekki gert neitt til þess að draga úr vanlíðan eða veita hvíld. Standa á hliðarlínunni og vera til staðar á uppbyggilegan og hvetjandi hátt. Sýna skilning og samúð, viðurkenna að sársaukin er raunverulegur og hann ber að virða og samþykkja þó sár sé. Finna léttirinn koma yfir þegar mesti broddurinn af sársaukanum hverfur hjá viðkomandi. Halda utan um aðilan þegar áfallið skellur á og tilfinningarnar gefa eftir í sársaukafullan grát. Grátið með og samþykkt sársaukan á sama tíma og hugreystingarorðin renna...