Hlutverk aðstandenda

Að vera á hliðarlínunni þegar ástvinur kvelst vegna sjúkdóms eða vímuefnavanda er erfitt og flókið hlutverk.

Algerlega vanmáttugur getur ekki gert neitt til þess að draga úr vanlíðan eða veita hvíld. Standa á hliðarlínunni og vera til staðar á uppbyggilegan og hvetjandi hátt. Sýna skilning og samúð, viðurkenna að sársaukin er raunverulegur og hann ber að virða og samþykkja þó sár sé. Finna léttirinn koma yfir þegar mesti broddurinn af sársaukanum hverfur hjá viðkomandi. Halda utan um aðilan þegar áfallið skellur á og tilfinningarnar gefa eftir í sársaukafullan grát. Grátið með og samþykkt sársaukan á sama tíma og hugreystingarorðin renna af vörum manns.

Já lífið er allskonar og ekki alltaf einhver glansmynd.

Vera sáttur í eigin hlutverki og viðurkenna átökin og samþykkja stöðuna. Gerir mann sterkari og hæfari til þess að vera til staðar að öllu leiti og af heilindum.

Vera til staðar án þess að gefa ráð eða vita best eða svo framvegis. Oft er það eina sem þörf er á hlýja án orða. Endalaus ráð geta virkað eins og versta áreiti. Það veit enginn raunverulega hvernig líðan annars er án þess að hafa prófað þau spor.

Hlutverk aðstandendans er flókið hvort sem er um að ræða aðstandenda þess er berst við alvarleg veikindi eða vímuefnafíkn.

Ótrúlega mikill tilfinningaússibani sem á sér stað innra með þeim sem er á hliðarlínunni . Sársauki sem fylgir þegar fylglgt með án þess að geta nokkru breytt í lífi annarar manneskju. Sársauki móður að horfa á barn sitt þjást eða sonar að sjá föður. Aðstandendur eru mæður, feður, systur og bræður, allir eru aðstandendur einhvers.

Mikilvægt er að aðstandandinn sé meðvitaður um að sinna sjálfum sér vel.

Með því að sinna sér vel þá er hann í raun að gefa ástvini sínum þann allra besta, heilbrigðasta stuðninginn. Aðstandendahlutverkið getur reynt svo á að viðkomandi klárar út af tilfinningabankanum og fer í andlegt þrot. Með því að leita sér aðstoðar og finna þær leiðir sem henta sér til uppbyggingar líkama og sálar.

Getur aðstandandinn lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi og verið til staðar á heilbrigðan hátt.