Pistlar — lífið

Leiðir til að sinna þér betur

Leiðir til að sinna þér betur

Það er mikilvægt að sinna sjálfum sér vel og á þann hátt bera ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilsu. Það er ekki sjálfselska að sinna sjálfum sér nei það er sjálfsmildi og það er nokkuð sem við þurfum öll á að halda. Í þeim mikla hraða sem við búum í dag vill það oft gleymast að næra eigið sjálf. Hér koma 3 einfaldar leiðir til að næra eigið sjálf og þar með hugsa vel um eigin heilsu. 1. Hreyfðu þig daglega: Ekki af því þú þarft þess heldur af því það er gott og gaman. Finndu þér hreyfingu sem þér...

Innra með öllum er demantur

Innra með öllum er demantur

Ég var stödd í kassaröðinni í ónefndri búð um daginn. Unga stúlkan brosti og bauð góðan dag á góðri íslensku og bað um kvittun.Afgreiðslumaðurinn roðnaði og áttaði sig á því að hann hafði ákveðið að hún væri útlensk þar sem hún var dökk á hörund.Þessi uppákoma fékk mig til að íhuga hversu oft við ákveðum eitthvað út frá því sem við sjáum í stað þess að sjá hvað raunverulega er.Nokkrum dögum seinna var ég ásamt einni sem er mér kær og hún verður svona kjánaleg og segir við mig. “Nei þú hefur pottþétt ekki áhuga en ég ætla samt að spyrja...

Lífið er þitt

Lífið er þitt

Lífið er stutt:Það er einhvernveginn þannig að maður áttar sig á að lífið er stutt þegar maður horfir á eftir einhverjum yfir móðuna miklu eða einhver sem er manni nálægur greinist með sjúkdóm, með öðrum orðum þegar eitthvað verður þess valdandi að minna mann á að maður er ekki eilífur. Ég hef nokkuð oft fengið þessa áminningu um að lífið er stutt, já nokkrum sinnum! Samt hef ég alveg gleymt því og hagað mér eins og ég sé eilíf.Þegar ég tala um að haga mér eins og ég sé eilíf þá er ég að meina að ég hef gleymt að...

Gildi eða slæm hegðun

Gildi eða slæm hegðun

Gildi segja til um hver þú ert og hvað þú vilt standa fyrir oft er fólk ekki meðvitað um gildi sín og stundum veit fólk ekki hvaða gildi það vill tileinka sér. Já maður getur tileinkað sér góð gildi eða slæma hegðun. Hlutverk: Með því að skoða sig út frá þeim hlutverkum sem þú gegnir í lífinu er gott að skoða hvaða gildi vill ég hafa að leiðarljósi? Til dæmis hlutverkið móðir. Hvaða gildi hefur þú að leiðarljósi í uppeldi barna þinna? Eru það gildi sem þú vilt innræta hjá þeim með þá von í brjósti að þeim vegni vel...

Hlutverk aðstandenda

Hlutverk aðstandenda

Að vera á hliðarlínunni þegar ástvinur kvelst vegna sjúkdóms eða vímuefnavanda er erfitt og flókið hlutverk. Algerlega vanmáttugur getur ekki gert neitt til þess að draga úr vanlíðan eða veita hvíld. Standa á hliðarlínunni og vera til staðar á uppbyggilegan og hvetjandi hátt. Sýna skilning og samúð, viðurkenna að sársaukin er raunverulegur og hann ber að virða og samþykkja þó sár sé. Finna léttirinn koma yfir þegar mesti broddurinn af sársaukanum hverfur hjá viðkomandi. Halda utan um aðilan þegar áfallið skellur á og tilfinningarnar gefa eftir í sársaukafullan grát. Grátið með og samþykkt sársaukan á sama tíma og hugreystingarorðin renna...