Pistlar — vöxtur
Lífið er þitt
Lífið er stutt:Það er einhvernveginn þannig að maður áttar sig á að lífið er stutt þegar maður horfir á eftir einhverjum yfir móðuna miklu eða einhver sem er manni nálægur greinist með sjúkdóm, með öðrum orðum þegar eitthvað verður þess valdandi að minna mann á að maður er ekki eilífur. Ég hef nokkuð oft fengið þessa áminningu um að lífið er stutt, já nokkrum sinnum! Samt hef ég alveg gleymt því og hagað mér eins og ég sé eilíf.Þegar ég tala um að haga mér eins og ég sé eilíf þá er ég að meina að ég hef gleymt að...
- : Gildi, gróskuhugarfar, lífið, markþjálfun, styrkur, vöxtur
Ekkert markmið er of stórt enginn draumur of stór
Wow…. Ekkert smá stór yfirlýsing þessi fyrirsögn!Staðreyndin er sú að það er allt í lagi að setja sér risa-markmið eða dreyma risa-drauma. Þetta er allt spurningin um að komast þangað! Oftast er það óttinn sem hindrar manneskjuna í að framkvæma út fyrir þægindahringinn, eðlilega því það sem er fyrir utan hringin er óþekkt stærð og innan hringsins er þetta örugga svæði þar sem þú veist hvernig allt er.Innan hringsins gerist ósköp fátt, meira svona lífið heldur áfram og einstaka flugeldasýning á sér stað þegar tekin er ákvörðun um að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt. Það hentar sumum og er...
- : Gildi, gróskuhugarfar, hreyfing, hugur, markþjálfun, styrkur, vöxtur
Úr andlegu og líkamlegu gjaldþroti
Rétt eins og allar manneskjur hefur lífið gefið mér allskyns miserfið verkefni til að takast á við. Áföll og streita hafa áhrif á líkamsstarfsemina og lífsgæði almennt. Eftir mikla áfallahrinu 2014 var ég komin í andlegt og líkamlegt gjaldþrot, ég leitaði mér hjálpar og hóf mína eigin uppbyggingu. Markmiðið var að ná heilbrigði, það var það eina sem raunverulega skipti mig máli að öðlast heilbrigði. Þarna var ég verkjuð allan sólahringin, óheyrilega þreytt, algerlega þróttlaus og óhemju döpur. Það er nákvæmlega það sem gerist eftir langvarandi streituástand og svo þegar kemur áfallahrina ofan á streituna lætur líkaminn undan. Líkaminn er...