Kvíðinn minn er minni

Herborg kom á námskeiðið nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar í september 2020 og þetta hafði hún að segja;

Algjörlega stórkostlegt námskeið, ég lýk því á dásamlegan hátt.
Mér líður betur og ég hef betri stjórn á sjálfri mér í aðstæðum sem ég lét sveifla mér mikið!Ég þekki sjálfa mig betur og bæði hlusta og hugsa betur um mig.
Ég fékk ” leyfi” til að setja mig í fyrsta sæti í mínu lífi og hef svo sannarlega nýtt mér það og er fyrir vikið mun afslappaðri og ánægðari.
Líkamleg heilsa hefur einnig styrkst og það algerlega án áreynslu. Það gerðist bara sjálfkrafa með meiri umhyggju fyrir sjálfri mér.
Sjálfstraustið hefur aukist á meðan á námskeiðinu hefur staðið, því með því að setja mig ofar á minn eigin lista skýrðust mörkin mín og þar með talið virðing allra í kringum mig.
Ég geng sæl og glöð frá borði, full af orku og lít framtíðina bjartari augum. Ég hef trú á sjálfri mér og veit betur fyrir hvað ég stend.
Ég mun sannarlega halda áfram á þessari vegferð og hlakka til að halda áfram að vaxa í lífi og starfi.
Ég hef trú á sjálfri mér.
Það sem ég hef lært er að nýta verkfærin, sýna mér mildi, mörkin mín og síðast en ekki síst hvað slökuninn og dáleiðslan gera mikið, kvíði og heilbrigði almennt hefur batnað.

Kristín tekur sig ekki of hátíðlega, setur sig ekki á stall og er með svo góða nærveru og kærleika að það er ekki annað hægt en að líða vel í návist hennar.
Mikið öryggi og hvatning til þess að sjá sjálfa sig í raunverulegu ljósi!

Takk fyrir mig.

Herborg Árnadóttir, markþjálfi