Klísnísk dáleiðsla

Hugræn endurforritun er dáleiðslumeðferð sem mikið er talað um opinberlega núna. Hugræn endurforritun er samsett meðferð þar sem nýttar eru saman fjórar meðferðategundir sem klínískir dáleiðarara læra.

Allar dáleiðslumeðferðir sem ég hef lært sem klínískur dáleiðari og gefa þær allar góða virkni en rétt eins og með alla meðferðavinnu er þetta samspil meðferðaraðila og meðferðaþega.

Ekki nein töfrabrögð eða kraftaverkaolía

Sem klínískur dáleiðari hef ég notið þeirra forréttinda að hjálpa fólki við að draga úr erfiðum einkennum, bæði andleg og líkamleg einkenni en ég er ekki læknir og get því ekki lofað lækningu, enda segir í siðareglum klínískra dáleiðara að við greinum ekki fólk né veitum lækningu!

Ég hef náð mjög góðum árangri með því að nota klíníska dáleiðslu með mínum meðferðaþegum þegar kemur að andlegum áföllum, streitu. kvíða og líkamlegum einkennum eins og verkjum og svefnleysi.

Töluvert er um það að fólk komi til að styrkja sig andlega með það í huga að bæta árangur sinn t.d í íþróttum eða námi og ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með fólki sem er að takast á við fíknisjókdóma og það hefur komið og nýtt sér klíníska dáleiðslu bæði í því ferli að breyta venju og ná tökum á fíkninni sem og til að byggja sig upp að meðferð lokinni. Einnig hafa aðstandendur nýtt sér meðferðaformið til að vinna úr erfiðum tilfinningum og styrkja sig.

Það er engin efi í mínum huga um það að klínísk dáleiðsla sé öflugt meðferðaform enda hef ég sjálf nýtt mér það sem og fengið að verða vitni af stórkostlegum hlutum gerast hjá meðferðaþegum. Samsett dáleiðslumeðferð er kröftug og sjálf hef ég þróað meðferð sem ég kalla ” Skýjameðferð” sem hefur nýst einstaklega vel þegar kemur að því að losa um gömul mynnstur, vondar minningar og tilfinningar sem ekki gagnast einstaklingnum og kveikja á góðum uppbyggilegum tilfinningum sem nýtast einstaklingnum til bættrar lífshamingju.

Þá má nefna það að með því að nýta markþjálfun og klíníska dáleiðslu saman er komin blanda sem er ótrúlega kröftug og þeir sem vilja hámarka árangur sinn á einhverju sviði, hvort sem er í íþróttum eða öðru tala um að þetta sé ” banvæn blanda ” af því leiti að hún sé svo öflug!

Á námskeiðinu mínu: Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar. Set ég saman hugmyndafræði klínískrar dáleiðslu, hugrænnar atferlismeðferðar, markþjálfunnar og jóga nidra. Auk þess sem ég nýti fræðslu sem byggð er á rannsóknum og koma frá sálfræðinni. Það námskeið hefur verið árangursmæalt og löngu sannað sig enda seljast plássinn hratt upp!