Það býr kraftur innra með þér

Af hverju ættir þú að koma í Markþjálfun?
Af því markþjálfi virkar eins og aðrir þjálfar s.s einkaþjálfi, þroskaþjálfi, handboltaþjálfi osvfr….

Ég er þroskaþjálfi og markþjálfi sem gerir það að verkum að ég bý yfir vitneskju sem nýtist fólki óháð því hvort einhverjar raskanir eða fatlanir eru með í ferð 🙂
Sem þroskaþjálfi hef ég víðtæka þekkingu á fötlunum og röskunum t.d einhverduróf, þroskahömlun, ADHD og svo framvegis. En kjarni þroskaþjálfans er þroskasálfræði og því hef ég þekkingu á þroskasálfræði s.s hvernig þroski er og vex, frávik frá þroska og allt sem snýr að þroska. Þroski á sér stað frá vöggu til grafar, manneskjan er svo mögnuð að hún er að þroskast allt sitt líf og þroskaþjálfi hefur einmitt þekkingu, tæki og tól til þess að styðja fólk til frekari þroska.

Markþjálfi er með þér í liði við að ná fram því sem þú vilt í lífinu, hvort sem það eru risastór markmið eða pínulítil.
Markþjálfi kemur ekki hugmyndinni inn hjá þér, þín hugmynd er inní þér en markþjálfin hefur tæki og tól til að hjálpa þér að finna þessa hugmynd.Markþjálfi segir þér ekki hvað þú átt að gera Ó NEI!
Markþjálfi spyr þig á þann hátt að þú þarft að fara inn á við og finna svarið þitt, já þitt svar því þetta er þín vegferð.
Markþjálfi kann aðferðir til að spyrja krefjandi spurninga sem fá þig til að fara inn á við og virkilega íhuga svarið og upplifa þetta dásamlega AHA ! móment.

Sem þroskaþjálfi veit ég að fatlanir eru ekki hindranir og frávik eins og lesblinda eða eitthvað annað er ekki hindrun heldur. Það geta allir eitthvað en staðreyndin er líka sú að engin getur allt!

Fólk með einhverskonar frávik eða fatlanir getur náð framúrskarandi árangri við eigum t.d afreksíþróttafólk með fatlanir.

Sem þroskaþjálfi þá vinn ég alltaf með fólki á þann hátt að ég horfi á styrkleika þess, jamm það geri ég líka sem markþjálfi.

Það er tær snilld að hafa þessa menntun!

Ef þú ert týpan sem hugsar og hugsar en framkvæmir ekki er markþjálfi klárlega sá aðili sem hjálpar þér að komast í framkvæmd.
Ef þú ert í vandræðum með að halda þig að verki og hugurinn sveimar í allar áttirá milljón kílómetra hraða er markþjálfi klárlega málið.
Ef þú vilt bæta árangur, taka heilsuna í gegn, ganga á fjöll, starta drauminum og svo margt annað þá er markþjálfun gagnleg.

Sjálf hef ég nýtt mér aðferðir markþjálfunar mjög mikið og náð stórkostlegum árangri og það er ein af ástæðunum fyrir því að ég elska að starfa sem markþjálfi því ég þekki þessa frábæru tilfinningu að finna svarið og feta leiðina!
Ég hef nýtt mér aðferðir markþjálfunar til að bæta heilsu mína og standa við þau markmið sem ég hef sett mér á því sviði og vá ég hef sko toppað mig, aftur og aftur!

Geggjað…..

Ef þig langar að upplifa þessa tilfinningu hafðu þá samband og ég lofa þér að leggja mig 100% fram við að vera þinn þjálfi!
Eitt eintak af þér, af hverju ekki að lifa til fulls og leyfa þér að upplifa, njóta og taka allt pláss í veröldinni til að ná þínu fram.
Ps… Hindranir eru oftast tilbúningur í hausnum á okkur