Kona ertu að sinna þér vel?

Nú þegar farið er að skyggja og haustlægðirnar í svaka stuði og dimmur langur íslenskur vetur framundan er mikilvægt að hugsa extra vel um sig.

Hvernig getur þú hugsa betur um þig ?

Jú á margan hátt, fyrsta skrefið er að horfast í augu við að þú ert eina manneskjan sem þú þarft að lifa með allt þitt líf.

Ó já það eitt og sér ætti að duga til þess að setja þig í fyrsta sæti og passa uppá að þér líði vel og að þú sért glöð og hamingjusöm, gerir skemmtilega hluti og notar þína hæfileika til fullnustu.

Hættir að gera þær kröfur að þú sért óaðfinnanleg og að allt þurfi að vera tipp topp.

Einfalt… ekki satt?

Staðreyndin er sú að það er ekki svona einfalt. Sem konar gegnir þú mörgum hlutverkum t.d dóttir, móðir, amma, fagaðili, eiginkona, kærasta og fullt fullt meira. Prófaðu að skoða öll þín hlutverk og reyndu að sjá hvar þú sjálf fellur inn í myndina og hvernig þú ert að sinna þér.

Ertu aftarlega í röðinni eða ertu fremst?

Oft setja konur sig aftarlega fyrst koma börnin svo maðurinn og húsverkinn og……
Hvað ætli gerist ef þessu er snúið við fyrst kemur þú svo börnin og makin og……….

Það græða allir og ekki síst þú því með þessu setur þú bæði líkamlega og andlega heilsu þína í fyrsta sæti. Að taka sér tíma til að næra sig andlega og líkamlega á þann hátt sem þér finnst gott t.d með göngu í náttúrunni, liggja með góða bók í sófanum, kaupa þér rós eða bara hvað sem gleður þig og styrkir þitt sjálf.

Börnin græða hamingjusama móður sem klárlega skilar þeim dásamlegri nærveru og kennir þeim að hugsa vel um sig, eiginmaðurinn eignast glaðari konu sem líka verður meira sexý af því hún ljómar, vinnustaðurinn fær betri fagaðila og svona smitast það að hugsa vel um sig út í umhverfið.

Nokkrir punktar sem gætu nýst þér.

Ef þú ert ein af þeim sem vilt hafa allt fullkomið (fulkomnunarárátta).

  • Þá er tær snilld að æfa sig í að gera hlutina ekki fullkomna, t.d baka ljóta köku og bjóða upp á hana.

Ef þú ert ein af þeim sem setur þarfir annara fram fyrir þínar.

  • Þá er gott að æfa sig smá á hverjum degi bara í dagsdaglega lífinu, sestu niður í korter og hugleiddu eða lestu bók áður en þú eldar fyrir fjölskyldun eða enn betra fáðu fjölskyldumeðlimi til að taka þátt með þér.

Ertu alltaf að kaupa eitthvað á börnin og karlinn en aðeins örsjaldan og það ódýrasta fyrir þig?

Leyfðu þér eins og fjárhagur þinn leyfir að kaupa þér eitthvað fallegt, það er t.d ekki svo ýkja dýrt að kaupa sér blóm eða setjast á kaffihús og njóta þess að kaupa sér góðan kaffibolla.

Hvernig væri að taka ákvörðun um að þessi vetur verður tileinkaður staðhæfingunni:

Ég er mikilvægasta manneskjan í mínu lífi og ég á allt gott skilið.

Ps… Það virkar að fara með þessa setningu upphátt þrisvar á dag þá muntu finna mun og fara að hugsa betur um þig og það verður svo miklu skemmtilegra að vera þú og að búa með sjálfri þér.