Gróskuhugarfar eða skortshugsun
Gróskuhugsun/ Skortshugsun…..
Við markþjálfar tölum oft um grósku eða skortshugsun.
Gróskuhugarfar:
Gróskuhugsun felur í sér að sjá möguleikana og virkilega efla aðra til þess að ná sínum árangri,. Í gróskuhugsun er ekki ótti við að aðrir dafni eða hafi af þér eitthvað, þvert á móti vill manneskja sem hefur tamið sér gróskuhugsun sjá allt og alla blómstra og er óhrædd við samkeppni því hún lítur svo á að nóg sé handa öllum
Góður leiðtogi býr yfir gróskuhugsun og því fær hann fólk með sér. Að búa yfir gróskuhugsun heldur möguleikavíddinni opinni og það er einmitt þar sem vöxtur og magnaðir hlutir gerast!
Skortshugsun er í raun alger andstæða gróskuhugarfars.
Skortshugarfar:
Skortshugsun nærist á ótta, óttanum um að missa af, að einhver annar hafi það gott, að einhver taki af kökunni!
Skortshugsun leiðir til vanlíðunnar og lélegs sjálfsmat. Það er ekkert svigrúm í skortshugsun til þess að sjá möguleikana eða fagna með öðrum þegar vel gengur hjá þeim en að sama skapi gengur aldrei alveg nógu vel hjá þeim sem hefur tamið sér skortshugsun.
Skortshugsun leiðir af sér vantraust og nóg er sjaldnast eða aldrei nóg!
Er hægt að temja sér gróskuhugarfar? Já svo sannarlega…..
Einn liðurinn í gróskuhugarfari er að vera þakklátur og óska öðrum alls hins besta.
Styrking sjálfsmyndar er grunnurinn, því sterk sjálfsmynd þarf ekki að bera sig saman við aðra eða óttast að öðrum gangi vel
.Þvert á móti þá leiðir sterk sjálfsmynd af sér hvatningu og velvilja í eigin garð og annara.