Máttur hugans er gríðalegur
Hugleiðsla hefur margsannað sig og verið rannsökuð fram og til baka.
Sjálf gerði ég ritgerð á meistarastigi í HÍ um núvitundarhugleiðslu sem hluta af meðferðaformi og sú rannsóknarvinna sem ég lagðist í þá sýndi mér fram á gagnsemi þess að hugleiða og hversu máttugur hugurinn er.
Ýmsar leiðir eru til þess að ástunda hugleiðslu og mín einlæga trú er sú að allir geta hugleitt, hver og einn þarf að finna sína leið.
Sjálf er ég menntuð sem jóga nidra kennari og hef tekið 3 full 8 vikna núvitundarnámskeið og hef upplifað mátt hugleiðslunnar á eigin huga.
Í rannsóknarritgerð minni skoðaði ég hugleiðslu sem part af meðferðaformi við þunglyndi og það kom í ljós að rannsóknir gefa til kynna að regluleg ástundun hugleiðslu hjálpi til við bata frá þunglyndi. Þessi niðurstaða var fundin með lestur fjölda ritrýndra rannsókna.
Rannsóknir sýna að starfsemi heilans breytist við reglubundna ástundun og svæði sem sjaldnast eru virk verða virk í heilanum, þá hægir hugleiðsla á líkamsstarfsemi og dregur úr myndun streituhormóns á sama tíma og hugleiðsla eykur framleiðslu gleðihormóns.
Sem klínískur dáleiðari og jóga nidra kennari þá veit ég að máttur djúprar hugeiðslu/ djúpslökunnar er ótrúlega mikill.
Hugur okkar er svo magnað fyrirbæri að með því að virkja hann erum við fær um ótrúlega hluti og góðar breytingar í eigin garð.
Ég hvet þig til að skoða hugleiðslu, finna þá leið sem hentar þér. Ég get óhikað mælt með appinu Calm en ég sjálf er hrifnust af jóga nidra en sú leið er oft kölluð svefn jóganna og kemur þér í djúpa slökun þar sem heilabylgjurnar fara í Alpha ástand sem er þetta ástand á milli svefns og vöku.
I am Yoga Nidra er sú leið sem ég kenni og leiði en sú aðferð er mjög viðurkennd erlendis:
Gaman að segja frá því að víða erlendis er I AM jóga nidra partur af meðferðaráætlun fyrir þá sem þjást af áfallastreitu og einnig hefur þessi leið gefið góða raun í vinnu með heróínfíklum.
- : hugleiðsla, hugsanir, hugur