Styrktarsjóður Baldvins Viggóssonar

Við hjá Fagvitund erum í því ferli að stofna styrktarsjóð til að styðja þá sem hafa þurft að glíma við erfið veikindi og einnig þá sem hafa ekki mikla peninga á milli handana en þurfa samt fjárhagslega og andlega aðstoð. 

Þetta er kynning á komandi styrktarsjóð.

Baldvin Viggósson var lögreglumaður, ástkær fjölskyldufaðir og einn eiganda Fagvitund EHF. Hann lést 10. september síðastliðinn eftir 27 ára baráttu við krabbamein, hann greindist fyrst árið 1996 og fór þá í stóra aðgerð, 15 árum síðar greindist hann aftur með sarkmein og lagðist aftur undir hnífinn, 2017 fundust svo meinvörp í lungum og hálsi við reglubundið eftirlit.

Þetta var löng og erfið barátta sem tók virkilega á hans andlegu hlið, hann var lengi vel í félaginu Ljósið og hjálpaði það honum mjög mikið, það er draumur okkar að við getum byggt upp þennan styrktar sjóð með það að markmiði að styðja við krabbameinsveika og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og veita þeim þá aðstoð sem þeir þurfa aðstoð andlega eða í formi fjárúthlutunar.

Baldvin var mjög kærleiksríkur maður sem setti það að hjálpa öðrum alltaf í fyrsta sæti.

Barátta krabbameinsveikra reynir gífurlega á þeirra andlegu hlið, bæði er afskaplega erfitt fyrir þá að sætta sig við það þegar heilsan þeirra er farin en einnig fara þeir í langt og erfitt sorgarferli gagnvart lífinu sínu, það eru einnig stanslausar aukaverkanir af lyfjunum, líkamlegt álag í hámarki og líkamlegur sársauki er oft óbærilegur, það fylgja oft miklir erfiðleikar andlega og oft finnst þeim þeir vera byrgði á fjölskyldur sínar vegna veikinda sinna.

Það að fá krabbamein hefur líka áhrif á fjármál þeirra, það getur kostað stórar fjárhæðir að berjast við þennan sjúkdóm og því fer oft andleg heilsa þeirra í aftursætið, það er okkar markmið að þeir sem eru krabbameinsveikir fái þá aðstoð sem þeir þurfa og að við getum hjálpað þeim í þessari erfiðu baráttu.

Við viljum einnig styðja þá sem hafa ekki mikla peninga á milli handana eins og t.d. öryrkja og þá sem lifa við fjárskort og hjálpa þeim að fá þá hjálp sem þeir gætu þurft.

Baldvin var með ástríðu fyrir því að semja ljóð og þegar hann dó var hluti af ljóðunum hans tekinn saman og gefinn út ljóðabókina Ljós í myrkri – Hún er til sölu hjá okkur á 3.900 kr. Og allur ágóði rennur í sjóðinn.

Tveir úlfar

Í hugskoti þínu berjast úlfar tveir
Annar góður - hinn grimmur
annar bjartur - hinn dimmur
Þeir takast á af krafti fullum
En hvor þeirra fer með sigur
hvor þeirra verður af þínum fóðrum digur
Það er sá sem að þú elur
það er hann sem að þú velur